Seðlabankinn lækkar stýrivexti Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2019 09:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Lækkun stýrivaxta ætti ekki að þurfa að koma á óvart. Visir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans nú í morgun. Þar segir að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8 prósenta hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4 prósenta samdrætti. Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. Aðilar vinnumarkaðarins voru til dæmis svo vissir í þeim efnum að uppsagnaákvæði má finna í kjarasamningum, það var beinlínis áskilið, ef þeir lækki ekki. Seðlabankinn gæti þannig verið að leggjast á árar með stjórnvöldum sem lögðu á þetta áherslu þó heita megi að hann reki sjálfstæða peningastefnu.Rökstuðningur peningastefnunefndar fyrir stýrivaxtalækkuninni er eftirfarandi: Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8% hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Þessi umskipti stafa einkum af samdrætti í ferðaþjónustu og minni útflutningi sjávarafurða vegna loðnubrests. Af þessum sökum mun framleiðsluspenna snúast í slaka á næstunni.Verðbólga var 3,1% á fyrsta fjórðungi ársins en jókst í 3,3% í apríl. Undirliggjandi verðbólga hefur þróast með áþekkum hætti og munurinn milli mælikvarða á verðbólgu með og án húsnæðis hefur ekki verið minni frá haustinu 2013. Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt það sem af er ári en áhrif lækkunar þess sl. haust á verðbólgu hafa enn sem komið er verið minni en vænst var. Viðsnúningur í efnahagsmálum gerir það að verkum að verðbólguhorfur hafa breyst nokkuð á skömmum tíma og gerir spá bankans ráð fyrir að verðbólga nái hámarki í 3,4% um mitt ár en hjaðni í verðbólgumarkmið um mitt næsta ár.Þótt nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði feli í sér myndarlegar launahækkanir var niðurstaða þeirra í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við. Verðbólguvæntingar hafa því lækkað á ný en þær hækkuðu umtalsvert er leið á síðasta ár. Langtímaverðbólguvæntingar á markaði eru nú komnar undir 3%.Samdráttur í þjóðarbúskapnum mun reyna á heimili og fyrirtæki en viðnámsþróttur þjóðarbúsins er umtalsvert meiri nú en áður. Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið. Þá munu boðaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga leggjast á sömu sveif.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans nú í morgun. Þar segir að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8 prósenta hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4 prósenta samdrætti. Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. Aðilar vinnumarkaðarins voru til dæmis svo vissir í þeim efnum að uppsagnaákvæði má finna í kjarasamningum, það var beinlínis áskilið, ef þeir lækki ekki. Seðlabankinn gæti þannig verið að leggjast á árar með stjórnvöldum sem lögðu á þetta áherslu þó heita megi að hann reki sjálfstæða peningastefnu.Rökstuðningur peningastefnunefndar fyrir stýrivaxtalækkuninni er eftirfarandi: Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8% hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Þessi umskipti stafa einkum af samdrætti í ferðaþjónustu og minni útflutningi sjávarafurða vegna loðnubrests. Af þessum sökum mun framleiðsluspenna snúast í slaka á næstunni.Verðbólga var 3,1% á fyrsta fjórðungi ársins en jókst í 3,3% í apríl. Undirliggjandi verðbólga hefur þróast með áþekkum hætti og munurinn milli mælikvarða á verðbólgu með og án húsnæðis hefur ekki verið minni frá haustinu 2013. Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt það sem af er ári en áhrif lækkunar þess sl. haust á verðbólgu hafa enn sem komið er verið minni en vænst var. Viðsnúningur í efnahagsmálum gerir það að verkum að verðbólguhorfur hafa breyst nokkuð á skömmum tíma og gerir spá bankans ráð fyrir að verðbólga nái hámarki í 3,4% um mitt ár en hjaðni í verðbólgumarkmið um mitt næsta ár.Þótt nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði feli í sér myndarlegar launahækkanir var niðurstaða þeirra í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við. Verðbólguvæntingar hafa því lækkað á ný en þær hækkuðu umtalsvert er leið á síðasta ár. Langtímaverðbólguvæntingar á markaði eru nú komnar undir 3%.Samdráttur í þjóðarbúskapnum mun reyna á heimili og fyrirtæki en viðnámsþróttur þjóðarbúsins er umtalsvert meiri nú en áður. Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið. Þá munu boðaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga leggjast á sömu sveif.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira