Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2025 22:23 Síminn hefur sótt um að fá að slökkva síðar en um áramót á sínum sendum. Vísir/Vilhelm Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs. Ólafur Magnússon, tæknistjóri Nova, var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag um útfösunina. Hann segir Nova hafa slökkt á 2G-sendum um síðustu áramót og hafi um leið targeterað viðskiptavini sína sem voru með tæki sem aðeins studdu þessi tæki. Hann segir að útfösun 2G hafi lokið um áramót og eftir það hafi tekið við útfösun á 3G sendum fyrirtækisins. Enn sé unnið að því að slökkva á öllum sendum sem senda á 3G. Hann segir þetta gamla tækni sem noti samt sem áður það tíðniband sem er notað til að dreifa þráðlausri tækni. Vilja rýma fyrir 5G „Það er ekki óendanleg auðlind,“ segir hann og að með því að slökkva á 2G og 3G sendum sé búið til meira rými fyrir 5G senda sem hafi tekið við. „Ef þú ert með átta akreina hraðbraut og þú ert með tvær akreinar sem nota hestvagna þá viltu setja sportbílana á þessar akreinar í staðinn.“ Fjallað var um það í sumar að sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu teldi að enn væru þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G-farsímaþjónustu. Sem dæmi nýti öryggisfyrirtæki og sumarbústaðasvæði sér þjónustuna. Ólafur segir Nova hafa verið í sambandi við sína viðskiptavini beint sem eiga tæki eða tól sem nota þessa tækni til að útskýra fyrir þeim áhrifin. Hann segir þeim fara fækkandi sem nota þessa tækni en þetta geti átt við fleiri tæki en bara síma, í raun um öll tæki sem þurfa að nota Internetið, sumarbústaðahlið, mælar sem senda mælingar og ýmislegt annað. Sé fólk til dæmis með sumarbústaðahlið sem notar 2G eða 3G segir hann fólk verða að hafa samband við þjónustuaðila og fá búnað á hliðið sem styður við nýrri tækni. 6G komi eftir um fimm ár Ólafur segir útfösun 4G líka hafna, eftir að 5G kom, en þó án þess að notendur finni fyrir því. Hann segir fjölda símtækja sem styðja við 5G komið upp í hátt í 70 prósent og þegar það haldi áfram gerist það smám saman. Hann segir 6G líklega koma um 2030 ofan á núverandi tækni og það stýri því mest hver þörfin er hversu fljótt það komi. Hversu mikinn hraða þarf fyrir samskiptin, til dæmis muni sjálfkeyrandi bílar þurfa að geta átt í mjög hröðum samskiptum við gervihnetti til að bregðast við. „Við erum ekkert hætt. Þetta er stöðug þróun áfram,“ segir hann. Hann segir að ráðgert hafi verið að slökkva á öllum 2G og 3G sendum um áramót en að Síminn hafi sótt um að fresta því að slökkva á sínum sendum þar til um mitt næsta ár. Hann segir Símann byrja útfösunina seinna en Nova og verði því síðar á ferðinni en Nova. Fjarskipti Nova Síminn Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Sjá meira
Ólafur Magnússon, tæknistjóri Nova, var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag um útfösunina. Hann segir Nova hafa slökkt á 2G-sendum um síðustu áramót og hafi um leið targeterað viðskiptavini sína sem voru með tæki sem aðeins studdu þessi tæki. Hann segir að útfösun 2G hafi lokið um áramót og eftir það hafi tekið við útfösun á 3G sendum fyrirtækisins. Enn sé unnið að því að slökkva á öllum sendum sem senda á 3G. Hann segir þetta gamla tækni sem noti samt sem áður það tíðniband sem er notað til að dreifa þráðlausri tækni. Vilja rýma fyrir 5G „Það er ekki óendanleg auðlind,“ segir hann og að með því að slökkva á 2G og 3G sendum sé búið til meira rými fyrir 5G senda sem hafi tekið við. „Ef þú ert með átta akreina hraðbraut og þú ert með tvær akreinar sem nota hestvagna þá viltu setja sportbílana á þessar akreinar í staðinn.“ Fjallað var um það í sumar að sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu teldi að enn væru þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G-farsímaþjónustu. Sem dæmi nýti öryggisfyrirtæki og sumarbústaðasvæði sér þjónustuna. Ólafur segir Nova hafa verið í sambandi við sína viðskiptavini beint sem eiga tæki eða tól sem nota þessa tækni til að útskýra fyrir þeim áhrifin. Hann segir þeim fara fækkandi sem nota þessa tækni en þetta geti átt við fleiri tæki en bara síma, í raun um öll tæki sem þurfa að nota Internetið, sumarbústaðahlið, mælar sem senda mælingar og ýmislegt annað. Sé fólk til dæmis með sumarbústaðahlið sem notar 2G eða 3G segir hann fólk verða að hafa samband við þjónustuaðila og fá búnað á hliðið sem styður við nýrri tækni. 6G komi eftir um fimm ár Ólafur segir útfösun 4G líka hafna, eftir að 5G kom, en þó án þess að notendur finni fyrir því. Hann segir fjölda símtækja sem styðja við 5G komið upp í hátt í 70 prósent og þegar það haldi áfram gerist það smám saman. Hann segir 6G líklega koma um 2030 ofan á núverandi tækni og það stýri því mest hver þörfin er hversu fljótt það komi. Hversu mikinn hraða þarf fyrir samskiptin, til dæmis muni sjálfkeyrandi bílar þurfa að geta átt í mjög hröðum samskiptum við gervihnetti til að bregðast við. „Við erum ekkert hætt. Þetta er stöðug þróun áfram,“ segir hann. Hann segir að ráðgert hafi verið að slökkva á öllum 2G og 3G sendum um áramót en að Síminn hafi sótt um að fresta því að slökkva á sínum sendum þar til um mitt næsta ár. Hann segir Símann byrja útfösunina seinna en Nova og verði því síðar á ferðinni en Nova.
Fjarskipti Nova Síminn Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Sjá meira