Wenger: Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar örlítil martröð fyrir Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:30 Arsene Wenger með enska bikarinn sem hann vann sjö sinnum. Wenger vann aftur á móti aldrei titil í Evrópu. Getty/Catherine Ivill Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira