Traðkað á hunangsflugum Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun