Sætir sigrar Ingimar Einarsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Um áratugaskeið voru heilbrigðismál nánast utan hinnar stjórnmálalegu umræðu í þjóðfélaginu. Ráðuneyti heilbrigðismála var ekki stofnað fyrr en árið 1970 og stjórnsýsluleg ábyrgð málaflokksins var áður á hendi dómsmála-, félagsmála- og ekki síst fjármálaráðuneytis. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar beitti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) sér fyrir stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðismálum meðal aðildarríkja sinna. Flestar þjóðir Evrópu höfðu á þessum tíma sett sér sérstakar landsáætlanir í því skyni að uppfylla þau 38 heilbrigðismarkmið sem sett voru í Evrópu árið 1984 í samræmi við stefnumótunina „Health for All“ til ársins 2000 og Alma Ata yfirlýsinguna frá árinu 1978. Í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar var samþykkt heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 og fylgdi hún í stórum dráttum Evrópuáætlun WHO (Health21) en jafnframt voru skilgreind séríslensk markmið fyrir Ísland og tölulegir mælikvarðar. Í heilbrigðisáætluninni voru þannig sett fram mælanleg forgangsmarkmið, m.a. á sviði áfengis-, fíkniefna- og tóbaksvarna, slysavarna, krabbameinsvarna, geðverndar og hjarta- og heilsuverndar. Við lok fyrsta áratugar aldarinnar var ráðist í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og varðandi Ísland var ætlunin að hún myndi leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Við þá áætlanagerð var heilbrigðisáætlun Evrópuskrifstofu WHO einkum höfð til hliðsjónar. Árið 2012 samþykktu svo aðildarríki WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Í upphafi þessa árs lagði heilbrigðisráðherra fram þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Var þar lögð áhersla á að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og þá þjónustu sem veitt er og þörf á að veita. Þessi stefnumótun er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar snýr þriðja markmiðið af 17 að heilsu og vellíðan allra aldurshópa, frá vöggu til grafar. Þannig gæti markvissari heilbrigðis- og velferðarstefna orðið lykillinn að bjartari framtíð í heilbrigðismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingimar Einarsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið voru heilbrigðismál nánast utan hinnar stjórnmálalegu umræðu í þjóðfélaginu. Ráðuneyti heilbrigðismála var ekki stofnað fyrr en árið 1970 og stjórnsýsluleg ábyrgð málaflokksins var áður á hendi dómsmála-, félagsmála- og ekki síst fjármálaráðuneytis. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar beitti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) sér fyrir stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðismálum meðal aðildarríkja sinna. Flestar þjóðir Evrópu höfðu á þessum tíma sett sér sérstakar landsáætlanir í því skyni að uppfylla þau 38 heilbrigðismarkmið sem sett voru í Evrópu árið 1984 í samræmi við stefnumótunina „Health for All“ til ársins 2000 og Alma Ata yfirlýsinguna frá árinu 1978. Í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar var samþykkt heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 og fylgdi hún í stórum dráttum Evrópuáætlun WHO (Health21) en jafnframt voru skilgreind séríslensk markmið fyrir Ísland og tölulegir mælikvarðar. Í heilbrigðisáætluninni voru þannig sett fram mælanleg forgangsmarkmið, m.a. á sviði áfengis-, fíkniefna- og tóbaksvarna, slysavarna, krabbameinsvarna, geðverndar og hjarta- og heilsuverndar. Við lok fyrsta áratugar aldarinnar var ráðist í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og varðandi Ísland var ætlunin að hún myndi leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Við þá áætlanagerð var heilbrigðisáætlun Evrópuskrifstofu WHO einkum höfð til hliðsjónar. Árið 2012 samþykktu svo aðildarríki WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Í upphafi þessa árs lagði heilbrigðisráðherra fram þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Var þar lögð áhersla á að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og þá þjónustu sem veitt er og þörf á að veita. Þessi stefnumótun er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar snýr þriðja markmiðið af 17 að heilsu og vellíðan allra aldurshópa, frá vöggu til grafar. Þannig gæti markvissari heilbrigðis- og velferðarstefna orðið lykillinn að bjartari framtíð í heilbrigðismálum.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun