Hæðin háir ekki þeim smávaxnasta í Arsenal liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 14:00 Lucas Torreira er ekki hár í loftinu. Getty/Julian Finney Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira. Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira.
Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira