Hatari fær harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að skrýtnasta atriðinu Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 14:19 Atriði Hatara og Portúgals eru talin eiga eftir að vekja mikið umtal. Eurovision Erlendir Eurovision-fræðingar eru á því að miklar framfarir hafi orðið á atriði Hatara á milli fyrstu og annarrar æfingarinnar.Nokkrir höfðu á orði að á fyrri æfingunni hefði vantað stuðning við söng Klemens Nikulássonar Hannigan, annars af söngvurum Hatara, á sviði. Var búið að bæta úr því að mati fræðinganna sem fylgdust með æfingu Hatara í gær. Þá söknuðu þeir sleggjunnar sem trommari Hatara, Einar Hrafn Stefánsson, hafði notað í forkeppninni á Íslandi. Notaðist Einar við svipur á fyrri æfingunni en þeim var skipt út fyrir annarskonar sleggju/priks á seinni æfingunni. Fræðingarnir, þar á meðal Matt Fredericks hjá ESC Younited, voru ánægðir með að sjá þá breytingu á atriðinu, um væri að ræða framför en þó hefði Matt vilja sjá Einar sveifla sleggjunni með sama móti og hann gerði á Íslandi.Matt og félagi hans ræddu möguleika Hatara í Eurovision þetta árið og telja að atriðið eigi góða möguleika hjá áhorfendum. Meiri óvissa ríkir varðandi hvernig dómnefndir þjóðanna taka í atriðið. Matt bendir á að nýtt fyrirkomulag dómnefndanna geri það að verkum að ef þrír úr fimm manna dómnefnd gefa atriðum mörg stig en tveir gefa því fá stig, þá dragi það ekki atriðið eins harkalega niður eins og áður hefði geta gerst.EurovisionMatt og félagi hans bera atriði Hatara saman við atriði finnsku hljómsveitarinnar Lordi sem vann keppnina árið 2006. Þegar Lordi vann voru engar dómnefndir og fengu áhorfendur alfarið að ráða úrslitunum. Veltu þeir því fyrir sér hvort að dómnefndir hefðu komið í veg fyrir að Lordi hefði unnið.Einar með sleggjuna góðu.EurovisionÞeirra mat var að ákveðinn húmor hefði verið í atriði Lordi sem hefði gert mikið fyrir það. Atriði Hatara er hins vegar að þeirra mati mun harkalegra og líkt og það hafi verið klippt út úr martröð. „Pabbi minn sagði að honum væri sama hvernig hann myndi deyja, svo lengi sem hann yrði ekki étinn lifandi af dýri. Ég segi það sama, nema ég vona að ég verði ekki fyrir barðinu á Hatara,“ sagði félagi Matt og hlógu þeir félagar dátt. En Einar lenti hins vegar í vandræðum með sleggjuna sem hann notaði í gær því svo virðist sem annar endi hennar hafi brotnað af henni. Ef fylgst var með framvindu sleggjumálsins á Instagram-reikningi Ríkisútvarpsins kom í ljós að starfsmenn Ríkisútvarpsins unnu hörðum höndum að því að „föndra“ þessa sleggju í höllinni þar sem hátíðin fer fram. Phil Colclough, hjá One Europe, fagnaði því að sleggjan væri komin aftur en viðurkenndi að hafa hlegið þegar annar endi hennar virðist hafa liðast af henni í hamaganginum á sviðinu. Colclough segir blaðamenn ekki endilega hafa áttað sig á þessu atriði en sagði það engu máli skipta fyrir Hatara-menn. Þeir væru að stefna að því að heilla áhorfendur og koma sér þannig í úrslitin. Þegar hann varpar upp þeirri spurningu hvernig atriðið hefði litið út segir hann: „Nákvæmlega eins og þú hefði ímyndað þér það. Einstaklega ógnvekjandi fyrir hinn almenna áhorfanda.“Conan Osiris, fulltrúi Portúgal, ásamt félaga sínum.EurovisionColclough segir lag Hatara að sínu mati ekki eiga eftir að hafa úrslitaáhrifin á það hvort að atriðið komist í úrslit keppninnar. Athyglin muni beinast að Hatara-mönnum og atriðið sé hannað þannig. Það sé alfarið undir þeim komið hvernig þeim mun vegna en Colclough spáir þeim í úrslitin.Colclough bendir þó á að Hatari muni fá harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að umtalaðasta atriðinu. Þar er á ferðinni Conan Osiris með lagið Telemóveis. Verður Portúgalinn á fyrra undankvöldi Eurovision í Ísrael ásamt Hatara. Osiris nýtur þar aðstoðar annars manns þar sem þeir fara mikinn með afar sérstæðum danshreyfingum á sviði. Sjón er sögu ríkari. Eurovision Ísrael Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira
Erlendir Eurovision-fræðingar eru á því að miklar framfarir hafi orðið á atriði Hatara á milli fyrstu og annarrar æfingarinnar.Nokkrir höfðu á orði að á fyrri æfingunni hefði vantað stuðning við söng Klemens Nikulássonar Hannigan, annars af söngvurum Hatara, á sviði. Var búið að bæta úr því að mati fræðinganna sem fylgdust með æfingu Hatara í gær. Þá söknuðu þeir sleggjunnar sem trommari Hatara, Einar Hrafn Stefánsson, hafði notað í forkeppninni á Íslandi. Notaðist Einar við svipur á fyrri æfingunni en þeim var skipt út fyrir annarskonar sleggju/priks á seinni æfingunni. Fræðingarnir, þar á meðal Matt Fredericks hjá ESC Younited, voru ánægðir með að sjá þá breytingu á atriðinu, um væri að ræða framför en þó hefði Matt vilja sjá Einar sveifla sleggjunni með sama móti og hann gerði á Íslandi.Matt og félagi hans ræddu möguleika Hatara í Eurovision þetta árið og telja að atriðið eigi góða möguleika hjá áhorfendum. Meiri óvissa ríkir varðandi hvernig dómnefndir þjóðanna taka í atriðið. Matt bendir á að nýtt fyrirkomulag dómnefndanna geri það að verkum að ef þrír úr fimm manna dómnefnd gefa atriðum mörg stig en tveir gefa því fá stig, þá dragi það ekki atriðið eins harkalega niður eins og áður hefði geta gerst.EurovisionMatt og félagi hans bera atriði Hatara saman við atriði finnsku hljómsveitarinnar Lordi sem vann keppnina árið 2006. Þegar Lordi vann voru engar dómnefndir og fengu áhorfendur alfarið að ráða úrslitunum. Veltu þeir því fyrir sér hvort að dómnefndir hefðu komið í veg fyrir að Lordi hefði unnið.Einar með sleggjuna góðu.EurovisionÞeirra mat var að ákveðinn húmor hefði verið í atriði Lordi sem hefði gert mikið fyrir það. Atriði Hatara er hins vegar að þeirra mati mun harkalegra og líkt og það hafi verið klippt út úr martröð. „Pabbi minn sagði að honum væri sama hvernig hann myndi deyja, svo lengi sem hann yrði ekki étinn lifandi af dýri. Ég segi það sama, nema ég vona að ég verði ekki fyrir barðinu á Hatara,“ sagði félagi Matt og hlógu þeir félagar dátt. En Einar lenti hins vegar í vandræðum með sleggjuna sem hann notaði í gær því svo virðist sem annar endi hennar hafi brotnað af henni. Ef fylgst var með framvindu sleggjumálsins á Instagram-reikningi Ríkisútvarpsins kom í ljós að starfsmenn Ríkisútvarpsins unnu hörðum höndum að því að „föndra“ þessa sleggju í höllinni þar sem hátíðin fer fram. Phil Colclough, hjá One Europe, fagnaði því að sleggjan væri komin aftur en viðurkenndi að hafa hlegið þegar annar endi hennar virðist hafa liðast af henni í hamaganginum á sviðinu. Colclough segir blaðamenn ekki endilega hafa áttað sig á þessu atriði en sagði það engu máli skipta fyrir Hatara-menn. Þeir væru að stefna að því að heilla áhorfendur og koma sér þannig í úrslitin. Þegar hann varpar upp þeirri spurningu hvernig atriðið hefði litið út segir hann: „Nákvæmlega eins og þú hefði ímyndað þér það. Einstaklega ógnvekjandi fyrir hinn almenna áhorfanda.“Conan Osiris, fulltrúi Portúgal, ásamt félaga sínum.EurovisionColclough segir lag Hatara að sínu mati ekki eiga eftir að hafa úrslitaáhrifin á það hvort að atriðið komist í úrslit keppninnar. Athyglin muni beinast að Hatara-mönnum og atriðið sé hannað þannig. Það sé alfarið undir þeim komið hvernig þeim mun vegna en Colclough spáir þeim í úrslitin.Colclough bendir þó á að Hatari muni fá harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að umtalaðasta atriðinu. Þar er á ferðinni Conan Osiris með lagið Telemóveis. Verður Portúgalinn á fyrra undankvöldi Eurovision í Ísrael ásamt Hatara. Osiris nýtur þar aðstoðar annars manns þar sem þeir fara mikinn með afar sérstæðum danshreyfingum á sviði. Sjón er sögu ríkari.
Eurovision Ísrael Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira