Ómöguleikinn er nú raunveruleikinn Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. maí 2019 08:00 Fyrir nokkrum árum vakti áhuga minn hokinn, tvíd-klæddur stjórnmálafræðingur með – að mér fannst – frumlega sýn á veröldina. Árið 2002 varð bókin Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals metsölubók í Bretlandi, öllum að óvörum. Í bókinni hafnaði höfundur hennar, John Gray, framþróun mannkyns. Hann sagði hugmyndir samtímans um framþróun goðsögn og að framþróun væri alls ekki óhjákvæmileg eins og flestir virtust trúa. Siðmenning – frjálslyndi, mannréttindi og friður – væru ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem léti undan um leið og það yrði fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun væri möguleg þegar kæmi að tækni og vísindum – skref fyrir skref bættist við ný þekking og gamlar kenningar sem reyndust rangar glötuðust – átti það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfðist í hringi. Það sem þykir rangt í dag gæti þótt í fínu lagi á morgun. Þótt bók Gray hafi selst vel tók fræðasamfélagið honum fálega. Kollegum Gray fannst hugmyndir hans skrýtnar og fjarstæðukenndar. Í breskum fjölmiðlum var Gray kallaður dómsdagsspámaðurinn. En skjótt skipast veður í lofti. Það sem mér fannst einu sinni frumleg en sérviskuleg pæling, það sem fræðimönnum fannst skrýtinn ómöguleiki, er nú raunveruleikinn. Í vikunni áttu sér stað á Alþingi Íslendinga umræður sem hljómuðu eins og endurómur úr dapurri fortíð. Harðar deilur urðu um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Vildu margir þingmenn takmarka rétt kvenna til ákvörðunartöku um eigið líf og líkama. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu sem kvað á um að réttindi kvenna yrðu skert frá því sem nú er. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, líkti þungunarrofi við dráp. Aðrir virtust ætla að braska með æxlunarfæri kvenna eins og um hver önnur hrossakaup væri að ræða: Átján vikur? Tuttugu vikur? Maður gat rétt ímyndað sér samtölin í bakherbergjum þingsins: „Ef ég kýs burt viku af sjálfsákvörðunarrétti kvenna verður þú að kjósa með jarðgöngunum mínum.“ Paddy Ashton var leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á árunum 1988-1999. Ein af síðustu blaðagreinunum sem hann skrifaði áður en hann lést í lok síðasta árs var áminning til samtímans um að standa vörð um frjálslynd gildi sem hann taldi að bylgja popúlisma væri við að færa í kaf: „Við hin frjálslyndu (með litlu f-i) viljum ekki sterkt ríkisvald heldur öfluga borgara. Við lítum á hinn frjálsa markað sem þjón okkar en ekki húsbónda. Við erum alþjóðasinnar og okkur mislíkar verndarstefna, einangrunarhyggja og þjóðernishyggja. Við fögnum fjölbreytileikanum, ekki einsleitni. Við vitum að ábyrgð einstaklingsins nær yfir meira en okkur sjálf og landið okkar og að hún teygir sig yfir landamæri og til komandi kynslóða. Við temjum okkur málamiðlanir, sýnum umburðarlyndi, samkennd og virðingu í garð annarra.“ Óttinn við að frjálslynd gildi geti þurrkast út á einni nóttu kann að virðast órökrænn. En hver hefði trúað því þangað til í síðustu viku að á þjóðþingi lands sem segist fremst í heimi á sviði kvenréttinda hljómuðu raddir sem vildu skerða sjálfsákvörðunarrétt kvenna? Hver hefði trúað því að þrír ráðherrar – Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir – sætu hjá þegar greidd yrðu atkvæði um grundvallarákvæði í frumvarpinu eftir aðra umræðu? Í vikunni skrifaði ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum undir frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Sýn John Gray á veröldina er ekki lengur frumleg. Frjálslynd gildi, rökhyggja, meðalhóf, mannúð, virðing fyrir réttindum og heilbrigð skynsemi eru á undanhaldi. Hinir hófsömu þurfa að láta sverfa til stáls. Því framþróun er ekki óhjákvæmileg. Fyrir henni þarf að berjast og henni þarf að viðhalda með kjafti og klóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum vakti áhuga minn hokinn, tvíd-klæddur stjórnmálafræðingur með – að mér fannst – frumlega sýn á veröldina. Árið 2002 varð bókin Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals metsölubók í Bretlandi, öllum að óvörum. Í bókinni hafnaði höfundur hennar, John Gray, framþróun mannkyns. Hann sagði hugmyndir samtímans um framþróun goðsögn og að framþróun væri alls ekki óhjákvæmileg eins og flestir virtust trúa. Siðmenning – frjálslyndi, mannréttindi og friður – væru ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem léti undan um leið og það yrði fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun væri möguleg þegar kæmi að tækni og vísindum – skref fyrir skref bættist við ný þekking og gamlar kenningar sem reyndust rangar glötuðust – átti það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfðist í hringi. Það sem þykir rangt í dag gæti þótt í fínu lagi á morgun. Þótt bók Gray hafi selst vel tók fræðasamfélagið honum fálega. Kollegum Gray fannst hugmyndir hans skrýtnar og fjarstæðukenndar. Í breskum fjölmiðlum var Gray kallaður dómsdagsspámaðurinn. En skjótt skipast veður í lofti. Það sem mér fannst einu sinni frumleg en sérviskuleg pæling, það sem fræðimönnum fannst skrýtinn ómöguleiki, er nú raunveruleikinn. Í vikunni áttu sér stað á Alþingi Íslendinga umræður sem hljómuðu eins og endurómur úr dapurri fortíð. Harðar deilur urðu um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Vildu margir þingmenn takmarka rétt kvenna til ákvörðunartöku um eigið líf og líkama. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu sem kvað á um að réttindi kvenna yrðu skert frá því sem nú er. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, líkti þungunarrofi við dráp. Aðrir virtust ætla að braska með æxlunarfæri kvenna eins og um hver önnur hrossakaup væri að ræða: Átján vikur? Tuttugu vikur? Maður gat rétt ímyndað sér samtölin í bakherbergjum þingsins: „Ef ég kýs burt viku af sjálfsákvörðunarrétti kvenna verður þú að kjósa með jarðgöngunum mínum.“ Paddy Ashton var leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á árunum 1988-1999. Ein af síðustu blaðagreinunum sem hann skrifaði áður en hann lést í lok síðasta árs var áminning til samtímans um að standa vörð um frjálslynd gildi sem hann taldi að bylgja popúlisma væri við að færa í kaf: „Við hin frjálslyndu (með litlu f-i) viljum ekki sterkt ríkisvald heldur öfluga borgara. Við lítum á hinn frjálsa markað sem þjón okkar en ekki húsbónda. Við erum alþjóðasinnar og okkur mislíkar verndarstefna, einangrunarhyggja og þjóðernishyggja. Við fögnum fjölbreytileikanum, ekki einsleitni. Við vitum að ábyrgð einstaklingsins nær yfir meira en okkur sjálf og landið okkar og að hún teygir sig yfir landamæri og til komandi kynslóða. Við temjum okkur málamiðlanir, sýnum umburðarlyndi, samkennd og virðingu í garð annarra.“ Óttinn við að frjálslynd gildi geti þurrkast út á einni nóttu kann að virðast órökrænn. En hver hefði trúað því þangað til í síðustu viku að á þjóðþingi lands sem segist fremst í heimi á sviði kvenréttinda hljómuðu raddir sem vildu skerða sjálfsákvörðunarrétt kvenna? Hver hefði trúað því að þrír ráðherrar – Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir – sætu hjá þegar greidd yrðu atkvæði um grundvallarákvæði í frumvarpinu eftir aðra umræðu? Í vikunni skrifaði ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum undir frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Sýn John Gray á veröldina er ekki lengur frumleg. Frjálslynd gildi, rökhyggja, meðalhóf, mannúð, virðing fyrir réttindum og heilbrigð skynsemi eru á undanhaldi. Hinir hófsömu þurfa að láta sverfa til stáls. Því framþróun er ekki óhjákvæmileg. Fyrir henni þarf að berjast og henni þarf að viðhalda með kjafti og klóm.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar