Þriðji orkupakkinn Baldur Dýrfjörð skrifar 14. maí 2019 08:00 Raforkulöggjöf Evrópusambandsins hefur verið í stöðugri þróun síðustu áratugi og svonefndur þriðji orkupakki, sem liggur nú fyrir Alþingi, er þar einn hlekkurinn. Samfélagsumræða um þriðja orkupakkann hefur verið lífleg síðustu vikur og fagnar Samorka því að orkumál veki áhuga, enda er græna orkan okkar fjöregg þjóðarinnar. Forsaga þriðja orkupakkans er sú að á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnisstarfsemi og sérleyfisstarfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópusambandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Sömuleiðis voru strangar reglur settar um sérleyfisstarfsemina og verðlagningu á flutningi og dreifingu raforku með hag neytenda í huga. Þriðji orkupakkinn er frekari þróun á þessari löggjöf og felur í sér aukið sjálfstæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn. Eitt stærsta deilumálið sem snúið hefur að innleiðingu þriðja orkupakkans á við þau lönd sem búa yfir millilandatengingum. Hafa áhyggjurnar m.a. snúið að því að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé hægt að skylda Ísland til að tengjast öðrum löndum með raforkusæstreng. Sem svar við þessum áhyggjum hefur ríkisstjórnin nú sem kunnugt er lagt fram frumvarp um þriðja orkupakkann þar sem sérstaklega er kveðið á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja um allt land. Þau eru ekki pólitísk samtök og öll vinna innan þeirra byggist á því að starfsemi orku- og veitufyrirtækja blómstri í þágu samfélagsins alls. Samorka hefur ásamt lögfræðingum aðildarfyrirtækjanna vandlega kynnt sér þriðja orkupakkann út frá starfsemi orku- og veitufyrirtækja og út frá hagsmunum viðskiptavina þeirra. Niðurstaðan er sú að þriðji orkupakkinn sé framhald af þeirri löggjöf sem hefur verið í gildi um nokkurt skeið og hefur reynst vel og að með innleiðingu þriðja orkupakkans séu tekin enn frekari skref í þá átt því að auka samkeppni og stuðla að bættum hag neytenda. Í því ljósi styður Samorka innleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi.Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Raforkulöggjöf Evrópusambandsins hefur verið í stöðugri þróun síðustu áratugi og svonefndur þriðji orkupakki, sem liggur nú fyrir Alþingi, er þar einn hlekkurinn. Samfélagsumræða um þriðja orkupakkann hefur verið lífleg síðustu vikur og fagnar Samorka því að orkumál veki áhuga, enda er græna orkan okkar fjöregg þjóðarinnar. Forsaga þriðja orkupakkans er sú að á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnisstarfsemi og sérleyfisstarfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópusambandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Sömuleiðis voru strangar reglur settar um sérleyfisstarfsemina og verðlagningu á flutningi og dreifingu raforku með hag neytenda í huga. Þriðji orkupakkinn er frekari þróun á þessari löggjöf og felur í sér aukið sjálfstæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn. Eitt stærsta deilumálið sem snúið hefur að innleiðingu þriðja orkupakkans á við þau lönd sem búa yfir millilandatengingum. Hafa áhyggjurnar m.a. snúið að því að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé hægt að skylda Ísland til að tengjast öðrum löndum með raforkusæstreng. Sem svar við þessum áhyggjum hefur ríkisstjórnin nú sem kunnugt er lagt fram frumvarp um þriðja orkupakkann þar sem sérstaklega er kveðið á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja um allt land. Þau eru ekki pólitísk samtök og öll vinna innan þeirra byggist á því að starfsemi orku- og veitufyrirtækja blómstri í þágu samfélagsins alls. Samorka hefur ásamt lögfræðingum aðildarfyrirtækjanna vandlega kynnt sér þriðja orkupakkann út frá starfsemi orku- og veitufyrirtækja og út frá hagsmunum viðskiptavina þeirra. Niðurstaðan er sú að þriðji orkupakkinn sé framhald af þeirri löggjöf sem hefur verið í gildi um nokkurt skeið og hefur reynst vel og að með innleiðingu þriðja orkupakkans séu tekin enn frekari skref í þá átt því að auka samkeppni og stuðla að bættum hag neytenda. Í því ljósi styður Samorka innleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi.Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar