Um (líf)vísindi og stillingu klukkunnar Eysteinn Pétursson skrifar 14. maí 2019 08:00 Í Fréttablaðinu 7. mars sl. birtist grein eftir Björgu Þorleifsdóttur. Björg er titluð lífeðlisfræðingur og mun vera lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Björg fer mikinn í áróðri sínum fyrir seinkun klukkunnar. Að miklu leyti er greinin dylgjur og skætingur í garð Gunnlaugs Björnssonar, stjarneðlisfræðings, sem leyfði sér, í grein í Fréttablaðinu 18. jan. sl., að véfengja þá kenningu að seinkun klukkunnar skipti sköpum fyrir velferð landsmanna. Björg telur sig lífvísindamann og finnst ófært að raunvísindamenn séu að krukka í „svið dægurklukku og svefns“. Hélt ég þó að lífeðlisfræði teldist til raunvísinda. Björg segir: „Íslendingar fara seint að sofa, seinna en ýmsar þjóðir sem við berum okkur saman við. Íslenskir unglingar höfðu t.a.m. algera sérstöðu í samanburði við unglinga 12 annarra þjóða víða um heim, fóru langtum seinna að sofa en jafnaldrar þeirra.“ Björg telur „ranga staðarklukku“ mögulega skýringu á þessu og vísar í vísindagrein því til stuðnings (1). Það er reyndar yfirlitsgrein (review) yfir 41 vísindagrein og yfirlit (surveys) sem birt voru á árabilinu 1999 til 2010. Þegar þessi yfirlitsgrein er skoðuð, kemur í ljós að þar eru ekki bornar saman 13 þjóðir, heldur 10 (með Íslandi) í 13 rannsóknum. Þar sést vissulega að íslenskir unglingar fara að jafnaði seint að sofa en þó er vart hægt að segja að þeir hafi algera sérstöðu miðað við aðrar þjóðir. Í einu landi fara t.d. 17 ára unglingar að sofa einni klukkustund seinna en þeir íslensku. Ekki sjást neinar vísbendingar um að „röng“ stilling klukkunnar valdi því að íslensk ungmenni fari seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í samanburðarþjóðunum. Í yfirlitsgreininni má einnig sjá niðurstöður 14 rannsókna á meðal svefntíma unglinga í ýmsum löndum, en engin gögn frá Íslandi eru þar á meðal. Af línuriti á bls. 114 má lesa, að aðeins í 4 löndum af 13 eru unglingar á bilinu 14–18 ára taldir fá nægilegan (sufficient) svefn virka daga. Í hinum löndunum 9 telst svefninn ónógur (insufficient). Enginn unglingur telst fá æskilegan (optimal) svefn. Höfundarnir álykta: „Um er að ræða alþjóðlegt svefnvenju-vandamál sem leiðir til seinkaðar svefnfasatruflunar – SSFT sem kann að eflast af menningarlegum þáttum“ (þýðing mín). Sem sagt, alþjóðlegt vandamál. Ekkert um áhrif „rangrar“ klukku. Höfundar yfirlitsgreinarinnar velta fyrir sér orsökum þess að Íslendingar fari að jafnaði seinna að sofa en aðrar þjóðir, en finna enga haldbæra. Þeim kemur í hug skortur á morgunbirtu, en hafna því á þeim forsendum að rannsóknin hafi farið fram að vori þegar sólarljós er ríkulegt! Samt gerist Björg svo djörf að vitna í þessa grein í áróðri sínum fyrir seinkun klukkunnar og meiri morgunbirtu. Líklega eru engar rannsóknir til um svefnvenjur Íslendinga þegar þeir voru á „réttri“ staðarklukku (á veturna), þ.e.a.s. áður en tekinn var upp sumartími allt árið, 1968. En í grein, þar sem lýst er rannsókn sem gerð var á árunum 1985–1986 (2), má sjá eftirfarandi: „Svefnvenjur Íslendinga virðast nokkuð frábrugðnar því sem gerist með öðrum þjóðum. Þetta á einkum við um svefnmál og rismál sem eru seinna á sólarhringnum en gerist annars staðar. Meðalsvefntími hér virðist svipaður og gerist með öðrum þjóðum (leturbr. mín).Erfitt er að segja hvað veldur þessum seina háttatíma þjóðarinnar, en ein skýring gæti verið sú, að klukkan á Íslandi er skekkt um eina klukkustund, miðað við sólargang og Greenwich meðaltíma. Reyndar er það mál manna að háttatími hafi verið svipaður áður en klukkunni var breytt“ (leturbr. mín). Að öllu þessu athuguðu verður ekki séð að íslenskir unglingar sofi að jafnaði minna en unglingar annarra þjóða, þrátt fyrir „ranga klukku“. Þeir fara þó að jafnaði seinna að sofa, en líklega er sú staða óbreytt frá því sem var áður en klukkunni var flýtt. Ekki er að finna neinar vísbendingar um að seinn háttatími stafi af „rangri“ klukkustillingu. Björg segir: „Það er raunar merkilegt hvað ýmsum raunvísindamönnum er í mun að halda í vitlausa staðarklukku.“ Ég leyfi mér að segja á móti: Það er dapurlegt að sjá vísindamenn við Háskóla Íslands vera haldna þeirri þráhyggju, að það hvort klukkan sé stillt 12 eða 13 þegar sól er hæst á lofti skipti sköpum um velferð manna. Og óskiljanlegt hvernig þeir hafa fengið þá grillu í höfuðið. Skirrast síðan ekki við að mistúlka og rangfæra niðurstöður vísindagreina „málstaðnum“ til framdráttar. Kannski skiljanlegt að þeir vilji ekki að aðrir rýni um of í þessi fræði. Tilvísanir: 1) Gradisar et al.: Recent worldwide sleep patterns and problems during adolescence: A review and metaanalysis of age, region and sleep. Sleep Medicine 12 (2011) 110-118. 2) Helgi Kristbjarnarson et al.: Könnun á svefnvenjum Íslendinga. Læknablaðið 71 (1985) 193-198.Eysteinn Pétursson fyrrum yfireðlisfræðingur á Ísótópastofu Landspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 7. mars sl. birtist grein eftir Björgu Þorleifsdóttur. Björg er titluð lífeðlisfræðingur og mun vera lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Björg fer mikinn í áróðri sínum fyrir seinkun klukkunnar. Að miklu leyti er greinin dylgjur og skætingur í garð Gunnlaugs Björnssonar, stjarneðlisfræðings, sem leyfði sér, í grein í Fréttablaðinu 18. jan. sl., að véfengja þá kenningu að seinkun klukkunnar skipti sköpum fyrir velferð landsmanna. Björg telur sig lífvísindamann og finnst ófært að raunvísindamenn séu að krukka í „svið dægurklukku og svefns“. Hélt ég þó að lífeðlisfræði teldist til raunvísinda. Björg segir: „Íslendingar fara seint að sofa, seinna en ýmsar þjóðir sem við berum okkur saman við. Íslenskir unglingar höfðu t.a.m. algera sérstöðu í samanburði við unglinga 12 annarra þjóða víða um heim, fóru langtum seinna að sofa en jafnaldrar þeirra.“ Björg telur „ranga staðarklukku“ mögulega skýringu á þessu og vísar í vísindagrein því til stuðnings (1). Það er reyndar yfirlitsgrein (review) yfir 41 vísindagrein og yfirlit (surveys) sem birt voru á árabilinu 1999 til 2010. Þegar þessi yfirlitsgrein er skoðuð, kemur í ljós að þar eru ekki bornar saman 13 þjóðir, heldur 10 (með Íslandi) í 13 rannsóknum. Þar sést vissulega að íslenskir unglingar fara að jafnaði seint að sofa en þó er vart hægt að segja að þeir hafi algera sérstöðu miðað við aðrar þjóðir. Í einu landi fara t.d. 17 ára unglingar að sofa einni klukkustund seinna en þeir íslensku. Ekki sjást neinar vísbendingar um að „röng“ stilling klukkunnar valdi því að íslensk ungmenni fari seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í samanburðarþjóðunum. Í yfirlitsgreininni má einnig sjá niðurstöður 14 rannsókna á meðal svefntíma unglinga í ýmsum löndum, en engin gögn frá Íslandi eru þar á meðal. Af línuriti á bls. 114 má lesa, að aðeins í 4 löndum af 13 eru unglingar á bilinu 14–18 ára taldir fá nægilegan (sufficient) svefn virka daga. Í hinum löndunum 9 telst svefninn ónógur (insufficient). Enginn unglingur telst fá æskilegan (optimal) svefn. Höfundarnir álykta: „Um er að ræða alþjóðlegt svefnvenju-vandamál sem leiðir til seinkaðar svefnfasatruflunar – SSFT sem kann að eflast af menningarlegum þáttum“ (þýðing mín). Sem sagt, alþjóðlegt vandamál. Ekkert um áhrif „rangrar“ klukku. Höfundar yfirlitsgreinarinnar velta fyrir sér orsökum þess að Íslendingar fari að jafnaði seinna að sofa en aðrar þjóðir, en finna enga haldbæra. Þeim kemur í hug skortur á morgunbirtu, en hafna því á þeim forsendum að rannsóknin hafi farið fram að vori þegar sólarljós er ríkulegt! Samt gerist Björg svo djörf að vitna í þessa grein í áróðri sínum fyrir seinkun klukkunnar og meiri morgunbirtu. Líklega eru engar rannsóknir til um svefnvenjur Íslendinga þegar þeir voru á „réttri“ staðarklukku (á veturna), þ.e.a.s. áður en tekinn var upp sumartími allt árið, 1968. En í grein, þar sem lýst er rannsókn sem gerð var á árunum 1985–1986 (2), má sjá eftirfarandi: „Svefnvenjur Íslendinga virðast nokkuð frábrugðnar því sem gerist með öðrum þjóðum. Þetta á einkum við um svefnmál og rismál sem eru seinna á sólarhringnum en gerist annars staðar. Meðalsvefntími hér virðist svipaður og gerist með öðrum þjóðum (leturbr. mín).Erfitt er að segja hvað veldur þessum seina háttatíma þjóðarinnar, en ein skýring gæti verið sú, að klukkan á Íslandi er skekkt um eina klukkustund, miðað við sólargang og Greenwich meðaltíma. Reyndar er það mál manna að háttatími hafi verið svipaður áður en klukkunni var breytt“ (leturbr. mín). Að öllu þessu athuguðu verður ekki séð að íslenskir unglingar sofi að jafnaði minna en unglingar annarra þjóða, þrátt fyrir „ranga klukku“. Þeir fara þó að jafnaði seinna að sofa, en líklega er sú staða óbreytt frá því sem var áður en klukkunni var flýtt. Ekki er að finna neinar vísbendingar um að seinn háttatími stafi af „rangri“ klukkustillingu. Björg segir: „Það er raunar merkilegt hvað ýmsum raunvísindamönnum er í mun að halda í vitlausa staðarklukku.“ Ég leyfi mér að segja á móti: Það er dapurlegt að sjá vísindamenn við Háskóla Íslands vera haldna þeirri þráhyggju, að það hvort klukkan sé stillt 12 eða 13 þegar sól er hæst á lofti skipti sköpum um velferð manna. Og óskiljanlegt hvernig þeir hafa fengið þá grillu í höfuðið. Skirrast síðan ekki við að mistúlka og rangfæra niðurstöður vísindagreina „málstaðnum“ til framdráttar. Kannski skiljanlegt að þeir vilji ekki að aðrir rýni um of í þessi fræði. Tilvísanir: 1) Gradisar et al.: Recent worldwide sleep patterns and problems during adolescence: A review and metaanalysis of age, region and sleep. Sleep Medicine 12 (2011) 110-118. 2) Helgi Kristbjarnarson et al.: Könnun á svefnvenjum Íslendinga. Læknablaðið 71 (1985) 193-198.Eysteinn Pétursson fyrrum yfireðlisfræðingur á Ísótópastofu Landspítalans
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun