Tækifæri til að rétta kúrsinn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 15. maí 2019 10:45 Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vendingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flugfélagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahagsmálum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármálaáætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað WOW Air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest.Kallar á röggsöm viðbrögð Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útflutningsatvinnugreinar sem aukið geta verðmætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoðkerfi greinarinnar þegar nauðsynlegt er að styrkja það.Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildistíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi staðreynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnumótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnumótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu status quo.Grunnur að aukinni verðmætasköpun SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undanfarin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarðanir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu.Í öðru lagi er eðlilegt að ríkisvaldið aðlagi fjárframlög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjárfesting í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár.Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í markvissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnumótun sem nú stendur yfir í ráðuneyti ferðamála.Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum innviðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlanagerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu.Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhagsmunir saman.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vendingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flugfélagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahagsmálum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármálaáætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað WOW Air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest.Kallar á röggsöm viðbrögð Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útflutningsatvinnugreinar sem aukið geta verðmætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoðkerfi greinarinnar þegar nauðsynlegt er að styrkja það.Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildistíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi staðreynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnumótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnumótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu status quo.Grunnur að aukinni verðmætasköpun SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undanfarin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarðanir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu.Í öðru lagi er eðlilegt að ríkisvaldið aðlagi fjárframlög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjárfesting í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár.Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í markvissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnumótun sem nú stendur yfir í ráðuneyti ferðamála.Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum innviðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlanagerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu.Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhagsmunir saman.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun