Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2019 20:00 Þó að dystópían í skáldsögunni Saga þernunnar eftir Margaret Atwood sé fjarlæg minnir löggjöfin í Alabama skuggalega á þann óþægilega sagnaheim. AP/Mickey Welsh „Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar. Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
„Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent