Alltaf segja nei nema það sé JÁ! Kolbeinn Marteinsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Derek Sivers er maður að mínu skapi en hann seldi fyrirtæki sitt fyrir tugi milljónir dollara og gaf hagnaðinn til mannúðarmála. Hann skrifaði einnig grein sem hefur haft mikil áhrif á mig og ég hef reynt að lifa eftir, þ.e. þegar ég man eftir því. Boðskapur Sivers er eftirfarandi: Ef þér líður eins og þú eigir aldrei neinn lausan tíma vegna skuldbindinga, sem yfirleitt taka miklu meiri tíma en þú áætlar, og að þú sért alltof oft upptekinn, þá skaltu einfaldlega segja nei við sem flestu ef svarið er ekki „JÁ!“ (Hell Yeah). Þegar við erum beðin um að skuldbinda okkur og gefa af verðmætum tíma okkar en við finnum ekki tafarlaust fyrir brennandi ástríðu og tilhlökkun þá eigum við að segja „nei“. Það er fyrst þegar við erum búin að segja nei nógu oft að við fáum allt í einu tíma til að einhenda okkur í að gera hluti sem bara er hægt að svara með „JÁ!“. Þannig verður líf okkar miklu innihaldsríkara og við förum betur með þau takmörkuðu verðmæti sem tími okkar er. Ég hef reynt að lifa eftir þessu mottói en viðurkenni að það gleymist reglulega og ég man það þá alltof seint. Mér tókst þó um daginn að lifa af nokkra daga þar sem ég sagði „nei“ við nánast öllu. Á húsfundi: „Kolbeinn vilt þú vera gjaldkeri í húsfélaginu?“ Nei. „En þá þarftu að vera ritari?“ Nei. Facebook-skilaboð: „Ertu ekki til í að koma í undirbúningsnefnd fyrir endurfundi úr grunnskóla?“ Nei. Og svona gekk þetta með enn fleiri neitunum. Og allt í einu átti ég góðan tíma aflögu til að gera eitthvað merkilegt! Þá átti ég samtal við Fréttablaðið út af vinnunni. „Kolbeinn, ertu til í að skrifa Bakþanka í blaðið?“ JÁ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Derek Sivers er maður að mínu skapi en hann seldi fyrirtæki sitt fyrir tugi milljónir dollara og gaf hagnaðinn til mannúðarmála. Hann skrifaði einnig grein sem hefur haft mikil áhrif á mig og ég hef reynt að lifa eftir, þ.e. þegar ég man eftir því. Boðskapur Sivers er eftirfarandi: Ef þér líður eins og þú eigir aldrei neinn lausan tíma vegna skuldbindinga, sem yfirleitt taka miklu meiri tíma en þú áætlar, og að þú sért alltof oft upptekinn, þá skaltu einfaldlega segja nei við sem flestu ef svarið er ekki „JÁ!“ (Hell Yeah). Þegar við erum beðin um að skuldbinda okkur og gefa af verðmætum tíma okkar en við finnum ekki tafarlaust fyrir brennandi ástríðu og tilhlökkun þá eigum við að segja „nei“. Það er fyrst þegar við erum búin að segja nei nógu oft að við fáum allt í einu tíma til að einhenda okkur í að gera hluti sem bara er hægt að svara með „JÁ!“. Þannig verður líf okkar miklu innihaldsríkara og við förum betur með þau takmörkuðu verðmæti sem tími okkar er. Ég hef reynt að lifa eftir þessu mottói en viðurkenni að það gleymist reglulega og ég man það þá alltof seint. Mér tókst þó um daginn að lifa af nokkra daga þar sem ég sagði „nei“ við nánast öllu. Á húsfundi: „Kolbeinn vilt þú vera gjaldkeri í húsfélaginu?“ Nei. „En þá þarftu að vera ritari?“ Nei. Facebook-skilaboð: „Ertu ekki til í að koma í undirbúningsnefnd fyrir endurfundi úr grunnskóla?“ Nei. Og svona gekk þetta með enn fleiri neitunum. Og allt í einu átti ég góðan tíma aflögu til að gera eitthvað merkilegt! Þá átti ég samtal við Fréttablaðið út af vinnunni. „Kolbeinn, ertu til í að skrifa Bakþanka í blaðið?“ JÁ!
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar