Sjálfbær og ábyrg ferðaþjónusta Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. maí 2019 09:38 Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Náttúra Íslands er þar einn lykilþátturinn og segja má að hún sé viðkvæm allan ársins hring, allt landið um kring. Íslandsstofa hefur með samstarfsaðilum lagt sérstaka áherslu á að hvetja ferðamenn til þess að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti undanfarin ár. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að kynna fyrir ferðamönnum Íslenska loforðið, „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland (www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge). Íslenska loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður til að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera viðbúinn öllum veðrum á ferðalagi um Ísland. Við teljum að með með því að vinna sameiginlega að því að hvetja ferðamenn og söluaðila Íslandsferða til þess að samþykkja þetta loforð getum við haft jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni til framtíðar. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta hefur vakið athygli erlendis bæði á meðal fjölmiðla sem og annarra áfangastað með hliðsjón af sjálfbærni og stjórnunar áfangastaða en m.a. hafa Hawai, Palou og Nýja Sjáland tekið upp sambærilegt form. Við viljum hvetja alla í ferðaþjónustunni, hvort sem þeir eru í sölu- og markaðsstarfi, mótttöku ferðamanna, leiðsögumenn eða hafa á einhvern hátt snertingu við ferðamenn að minna á Icelandic Pledge loforðin. Það má gera með því að deila loforðinu (vefslóðinni) á samfélagslmiðlum og vefmiðlum, ásamt því að hafa loforðin sýnileg fyrir viðskiptavinum og gestum á heimasíðum og í öðrum samskiptum, eða með plakötum og borðspjöldum sem hægt er að nálgast hjá Íslandsstofu. Þá er einnig hnappur í mótttökusal á flugvellinum í Keflavík þar sem hægt er að hefja ferðina á því að samþykkja loforðin. Við sjálf þurfum síðan öll að sýna ábyrgð í því hvað við sýnum á samfélagsmiðlum og hvernig við markaðssetjum og auglýsum áfangastaðinn. Það er ekki bara Íslandsstofu, heldur allra þeirra sem koma að því að gera auglýsingar og miðla á samfélagsmiðlum, eru í almannatengslum og eiga á einhvern hátt samskipti við ferðamenn á leið hingað, sem eru komnir hingað eða hafa áhuga á því að koma til Íslands. Þar má telja auglýsingastofur, ferðaþjónustufyrirtæki, leiðsögumenn, leigubílstjóra, verslunar- og veitingafólk og svo mætti lengi telja. Tökum höndum saman og hvetjum til ábyrgrar ferðahegðunar – sem stuðlar að sjálfbærni áfangastaðarins til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Náttúra Íslands er þar einn lykilþátturinn og segja má að hún sé viðkvæm allan ársins hring, allt landið um kring. Íslandsstofa hefur með samstarfsaðilum lagt sérstaka áherslu á að hvetja ferðamenn til þess að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti undanfarin ár. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að kynna fyrir ferðamönnum Íslenska loforðið, „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland (www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge). Íslenska loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður til að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera viðbúinn öllum veðrum á ferðalagi um Ísland. Við teljum að með með því að vinna sameiginlega að því að hvetja ferðamenn og söluaðila Íslandsferða til þess að samþykkja þetta loforð getum við haft jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni til framtíðar. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta hefur vakið athygli erlendis bæði á meðal fjölmiðla sem og annarra áfangastað með hliðsjón af sjálfbærni og stjórnunar áfangastaða en m.a. hafa Hawai, Palou og Nýja Sjáland tekið upp sambærilegt form. Við viljum hvetja alla í ferðaþjónustunni, hvort sem þeir eru í sölu- og markaðsstarfi, mótttöku ferðamanna, leiðsögumenn eða hafa á einhvern hátt snertingu við ferðamenn að minna á Icelandic Pledge loforðin. Það má gera með því að deila loforðinu (vefslóðinni) á samfélagslmiðlum og vefmiðlum, ásamt því að hafa loforðin sýnileg fyrir viðskiptavinum og gestum á heimasíðum og í öðrum samskiptum, eða með plakötum og borðspjöldum sem hægt er að nálgast hjá Íslandsstofu. Þá er einnig hnappur í mótttökusal á flugvellinum í Keflavík þar sem hægt er að hefja ferðina á því að samþykkja loforðin. Við sjálf þurfum síðan öll að sýna ábyrgð í því hvað við sýnum á samfélagsmiðlum og hvernig við markaðssetjum og auglýsum áfangastaðinn. Það er ekki bara Íslandsstofu, heldur allra þeirra sem koma að því að gera auglýsingar og miðla á samfélagsmiðlum, eru í almannatengslum og eiga á einhvern hátt samskipti við ferðamenn á leið hingað, sem eru komnir hingað eða hafa áhuga á því að koma til Íslands. Þar má telja auglýsingastofur, ferðaþjónustufyrirtæki, leiðsögumenn, leigubílstjóra, verslunar- og veitingafólk og svo mætti lengi telja. Tökum höndum saman og hvetjum til ábyrgrar ferðahegðunar – sem stuðlar að sjálfbærni áfangastaðarins til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar