Spurning Elliða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:32 Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun