Þorir þú að standa með okkur? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:53 Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun