Þorir þú að standa með okkur? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:53 Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar