Dólgafemínismi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. maí 2019 07:00 Það er alkunna að ofstækisfull barátta skaðar málstað fremur en að vinna honum gagn. Þetta mættu dólgafemínistar, sem koma sér iðulega í hlutverk geltandi varðhunda, hafa í huga. Í herbúðum þeirra væri ráð að sýna meiri yfirvegun og skynsemi í stað þess að koma sér samstundis í árásarstellingar hagi einhver máli sínu ekki eins og þessum dólgafemínistum þóknast. Það er dapurlegt að fylgjast með öfgafemínistum, sem koma óorði á hinn femíniska málstað, steypa sér hlakkandi yfir bráð sína. Bráðin er nær undantekningarlaust karlmaður – það segir sig sjálft – oft miðaldra eða eldri en það og stimplaður sem karlfauskur sem skilur ekki samtímann og því skal honum ekki hlíft. Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi. Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi. Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála. Ekkert í þessum orðum hans var þess eðlis að ástæða væri til að ærast yfir þeim. Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns. Nýjasta innlegg Hildar í feminíska baráttu er Tvitter færsla þar sem hún birti myndir af níu fyrrverandi ráðherrum með orðunum: „Ríða, drepa, giftast?“ Allir eru ráðherrarnir karlmenn, komnir vel á aldur. Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug.Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Það er alkunna að ofstækisfull barátta skaðar málstað fremur en að vinna honum gagn. Þetta mættu dólgafemínistar, sem koma sér iðulega í hlutverk geltandi varðhunda, hafa í huga. Í herbúðum þeirra væri ráð að sýna meiri yfirvegun og skynsemi í stað þess að koma sér samstundis í árásarstellingar hagi einhver máli sínu ekki eins og þessum dólgafemínistum þóknast. Það er dapurlegt að fylgjast með öfgafemínistum, sem koma óorði á hinn femíniska málstað, steypa sér hlakkandi yfir bráð sína. Bráðin er nær undantekningarlaust karlmaður – það segir sig sjálft – oft miðaldra eða eldri en það og stimplaður sem karlfauskur sem skilur ekki samtímann og því skal honum ekki hlíft. Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi. Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi. Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála. Ekkert í þessum orðum hans var þess eðlis að ástæða væri til að ærast yfir þeim. Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns. Nýjasta innlegg Hildar í feminíska baráttu er Tvitter færsla þar sem hún birti myndir af níu fyrrverandi ráðherrum með orðunum: „Ríða, drepa, giftast?“ Allir eru ráðherrarnir karlmenn, komnir vel á aldur. Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug.Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun