Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2019 06:10 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/vilhelm Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Stjórn Isavia veitti forstjóra þess heimild til tveggja milljarða lántöku í upphafi sama mánaðar. Viskiptablaðið greinir frá því í dag að WOW hafi fengið að safna skuld við Isavia „í ljósi vissu um að félagið hefði haldrétt í vél sem WOW hafði á leigu.“ Umfjöllun blaðsins byggir á fundargerðum Isavia, þar sem meðal annars kemur fram að greiðsluáætlun vegna vanskila WOW hafi legið fyrir í lok september á síðasta ári. Hún sýndi fram á að skuldir WOW námu rúmum 500 milljónum króna í júni árið 2018 og höfðu tvöfaldast mánuði síðar. „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skuldabréfaútboð félagsins hófst,“ segir í Viðskiptablaðinu, en WOW safnaði 60 milljónum evra í umræddu útboði. Áætlunin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði framkvæmd þann 1. nóvember 2018 og sú síðasta ári síðar. Fyrstu sjö mánuðina skyldi WOW greiða 30 milljónir mánaðarlega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mánaðargreiðslan nema 145 milljónum. Ársvextir voru 9 prósent. Í Viðskiptablaðinu segir jafnframt að á stjórnarfundi ISAVIA, mánuði áður en greint var frá fyrrnefndu útboði WOW, hafi verið samþykkt heimild til að taka tveggja milljarða króna „rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán." Tilefni lántökunnar er hins vegar ekki tilgreind í fundargerðinni. Haft er eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni leigusala WOW, að hann telji mögulegt að heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik. Isavia hafi farið langt út fyrir umboð sitt með endurgreiðslusamkomulagi sínu við WOW. Tjón Air Lease Corporation (ALC) af kyrrsetningu Isavia á vél WOW í eigu ALC nemi tugum milljóna á mánuði. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Stjórn Isavia veitti forstjóra þess heimild til tveggja milljarða lántöku í upphafi sama mánaðar. Viskiptablaðið greinir frá því í dag að WOW hafi fengið að safna skuld við Isavia „í ljósi vissu um að félagið hefði haldrétt í vél sem WOW hafði á leigu.“ Umfjöllun blaðsins byggir á fundargerðum Isavia, þar sem meðal annars kemur fram að greiðsluáætlun vegna vanskila WOW hafi legið fyrir í lok september á síðasta ári. Hún sýndi fram á að skuldir WOW námu rúmum 500 milljónum króna í júni árið 2018 og höfðu tvöfaldast mánuði síðar. „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skuldabréfaútboð félagsins hófst,“ segir í Viðskiptablaðinu, en WOW safnaði 60 milljónum evra í umræddu útboði. Áætlunin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði framkvæmd þann 1. nóvember 2018 og sú síðasta ári síðar. Fyrstu sjö mánuðina skyldi WOW greiða 30 milljónir mánaðarlega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mánaðargreiðslan nema 145 milljónum. Ársvextir voru 9 prósent. Í Viðskiptablaðinu segir jafnframt að á stjórnarfundi ISAVIA, mánuði áður en greint var frá fyrrnefndu útboði WOW, hafi verið samþykkt heimild til að taka tveggja milljarða króna „rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán." Tilefni lántökunnar er hins vegar ekki tilgreind í fundargerðinni. Haft er eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni leigusala WOW, að hann telji mögulegt að heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik. Isavia hafi farið langt út fyrir umboð sitt með endurgreiðslusamkomulagi sínu við WOW. Tjón Air Lease Corporation (ALC) af kyrrsetningu Isavia á vél WOW í eigu ALC nemi tugum milljóna á mánuði.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15
Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30
Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23