Stafræn upprisa sálar Kolbeinn Marteinsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun