Dauði staðreyndanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 3. maí 2019 08:00 Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í heimi ratar hingað og hefur þegar gert það. Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum staðreyndum. Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslagsmálum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niðurstöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýnilegar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarannsókna. Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrirbærum eins og mannréttindum eða yfirráðum yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum. Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vandræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist hafði að vinna bug á. Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upplýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins. Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá fyrst eigum við í vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í heimi ratar hingað og hefur þegar gert það. Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum staðreyndum. Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslagsmálum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niðurstöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýnilegar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarannsókna. Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrirbærum eins og mannréttindum eða yfirráðum yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum. Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vandræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist hafði að vinna bug á. Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upplýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins. Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá fyrst eigum við í vanda.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar