Spurt fyrir vin Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2019 08:45 Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Sjá meira
Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun