Byr í segl KR fyrir kvöldið Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. maí 2019 10:00 Með sigri í kvöld getur KR orðið fyrsta liðið til að verða Íslandsmeistari sex ár í röð. Fréttablaðið/ernir KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira