Orka staðreyndavitundar Konráð S.Guðjónsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar