Orka staðreyndavitundar Konráð S.Guðjónsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun