Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2019 16:18 Dagur og félagar í borgarstjórn ætla að fækka bensínstöðvum innan borgarmarka um helming. Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“ Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“
Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira