Misskilningurinn með Passíusálmana Árni Heimir Ingólfsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru lykilverk í íslenskri bókmenntasögu og þeir hljóma um land allt í margs konar samhengi á lönguföstu ár hvert. Það er auðskilið og sjálfsagt að sálmum Hallgríms sé haldið á lofti með slíkum hætti. Um leið er eðlilegt að hver kynslóð finni sína eigin leið til að nálgast menningararfinn og minna á, ræða eða jafnvel deila um erindi hans við samtímann; gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis bókmenntir, tónlist eða myndlist.Lesið, ekki sungið Þó vekur nokkra furðu sá flutningsmáti sem Passíusálmunum er búinn í íslensku menningarlífi á 21. öld. Undanfarin ár og áratugi hefur sú hefð komist á að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Í Hallgrímskirkju hefur slíkt verið iðkað allt frá því að kirkjan var vígð; samskonar venja hefur fest rætur í guðshúsum víða um land. Slíkur lestur á líklega að einhverju leyti rætur að rekja til þeirrar hefðar sem Ríkisútvarpið hefur haldið uppi frá árinu 1944 að þar séu Passíusálmarnir lesnir að kvöldlagi í níuviknaföstu, einn á dag. Margir mætir menn og konur hafa þar léð þeim rödd sína: Halldór Laxness, Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Silja Aðalsteinsdóttir svo aðeins séu nefnd fáein nöfn. Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins. Skáld ortu beinlínis við tiltekin lög; í sköpun sinni tóku þau mið af bragarhættinum og þurftu að huga að því hvernig áherslur lagsins féllu þegar þau ortu sín íslensku vers. Einnig urðu skáld að gæta að því þegar þau völdu lag að það hæfði yrkisefninu; ekki dugði að yrkja sorgarsálm við glaðlegt lag eða fagnaðarsálm við útfararsöng. Tónlistin var því forsenda og grundvöllur sálmakveðskapar, heil viðbótarvídd sem hverfur þegar sálmar eru lesnir upp sem væru þeir síðari tíma ljóð ætluð til lestrar.„Daglega að syngja?…“ Það að sálmar voru fyrr á öldum ætlaðir til söngs en ekki lestrar í nútímaskilningi má meðal annars sjá af yfirskriftum sálmahandrita þar sem eingöngu eru ritaðir textar. Í handriti af sálmum sem Eiríkur Hallsson orti upp úr Paradísaraldingarði eftir þýska guðfræðinginn Johann Arndt stendur að línurnar séu „í söngvísur mjúklega snúnar“ og á titilsíðu sálmakvers frá árinu 1784 segir að það sé „samansafn helgra sálma og söngvísna til að brúka og kvöld og morgna daglega að syngja í húsi sínu“. Íslendingar voru langt frá því að vera einir um að kjósa fremur að syngja en lesa kvæði. Það var útbreitt viðhorf að söngur væri hinn sanni flutningsmáti trúarkvæða því að söngurinn hreyfði við hjartanu og gerði það móttækilegt fyrir orði Guðs. Guðbrandur Þorláksson biskup ritaði í formála fyrir Sálmabókinni 1589: „Þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft og gengur dýpra til hjartans og hrærir það og uppvekur til Guðs.“ Þessari skoðun Hólabiskupsins hefur Hallgrímur Pétursson vafalaust deilt. Í eiginhandarriti sínu af Passíusálmunum tiltekur hann hvaða lag skuli syngja við hvaða sálm og er alls um að ræða 36 mismunandi lög. Hallgrímur gaf því „lesendum“ sínum, þ.e. þeim sem vildu syngja sálma hans, allar þær upplýsingar sem þurfti til að söngurinn færi fram með réttum hætti. Söngvarnir sem hann orti Passíusálma sína við eru af ýmsum toga, allt frá fornum hymnum úr kaþólskum sið til lútherskra sálmalaga frá 16. öld. Þessi lög varðveittust hér á landi allt fram á fyrri hluta 20. aldar og hefur Smári Ólason tónlistarfræðingur unnið merkar rannsóknir á sögu þeirra og flutningsmáta sem vert er að gefa gaum.Passíusálmasöngur árið 2020? Metnaðarfullar kirkjusóknir og útvarpsfólk mega gjarnan hrófla við þeirri hefð sem skapast hefur hér á landi undanfarna áratugi en sem á ekkert skylt við ætlun Hallgríms Péturssonar. Á lönguföstu 2020 væri tilvalið að láta upprunalegu lögin við Passíusálmana hljóma á ný í kirkjum landsins og ekki síður fyrir Ríkisútvarpið að breyta út af gömlum vana og láta syngja sálmana í stað þess að lesa þá. Helst ætti auðvitað að syngja sálmana einradda án undirleiks, eins og tíðkaðist hér á landi á 17. öld. Til allrar hamingju er hér enginn hörgull á færum söngvurum. Leikarar landsins þurfa varla að kvíða verkefnaskorti þótt brugðið verði á það ráð að leyfa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar að hljóma eins og hann sjálfur hugsaði sér þá – sungna en ekki lesna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru lykilverk í íslenskri bókmenntasögu og þeir hljóma um land allt í margs konar samhengi á lönguföstu ár hvert. Það er auðskilið og sjálfsagt að sálmum Hallgríms sé haldið á lofti með slíkum hætti. Um leið er eðlilegt að hver kynslóð finni sína eigin leið til að nálgast menningararfinn og minna á, ræða eða jafnvel deila um erindi hans við samtímann; gildir þá einu hvort um er að ræða til dæmis bókmenntir, tónlist eða myndlist.Lesið, ekki sungið Þó vekur nokkra furðu sá flutningsmáti sem Passíusálmunum er búinn í íslensku menningarlífi á 21. öld. Undanfarin ár og áratugi hefur sú hefð komist á að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Í Hallgrímskirkju hefur slíkt verið iðkað allt frá því að kirkjan var vígð; samskonar venja hefur fest rætur í guðshúsum víða um land. Slíkur lestur á líklega að einhverju leyti rætur að rekja til þeirrar hefðar sem Ríkisútvarpið hefur haldið uppi frá árinu 1944 að þar séu Passíusálmarnir lesnir að kvöldlagi í níuviknaföstu, einn á dag. Margir mætir menn og konur hafa þar léð þeim rödd sína: Halldór Laxness, Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Silja Aðalsteinsdóttir svo aðeins séu nefnd fáein nöfn. Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins. Skáld ortu beinlínis við tiltekin lög; í sköpun sinni tóku þau mið af bragarhættinum og þurftu að huga að því hvernig áherslur lagsins féllu þegar þau ortu sín íslensku vers. Einnig urðu skáld að gæta að því þegar þau völdu lag að það hæfði yrkisefninu; ekki dugði að yrkja sorgarsálm við glaðlegt lag eða fagnaðarsálm við útfararsöng. Tónlistin var því forsenda og grundvöllur sálmakveðskapar, heil viðbótarvídd sem hverfur þegar sálmar eru lesnir upp sem væru þeir síðari tíma ljóð ætluð til lestrar.„Daglega að syngja?…“ Það að sálmar voru fyrr á öldum ætlaðir til söngs en ekki lestrar í nútímaskilningi má meðal annars sjá af yfirskriftum sálmahandrita þar sem eingöngu eru ritaðir textar. Í handriti af sálmum sem Eiríkur Hallsson orti upp úr Paradísaraldingarði eftir þýska guðfræðinginn Johann Arndt stendur að línurnar séu „í söngvísur mjúklega snúnar“ og á titilsíðu sálmakvers frá árinu 1784 segir að það sé „samansafn helgra sálma og söngvísna til að brúka og kvöld og morgna daglega að syngja í húsi sínu“. Íslendingar voru langt frá því að vera einir um að kjósa fremur að syngja en lesa kvæði. Það var útbreitt viðhorf að söngur væri hinn sanni flutningsmáti trúarkvæða því að söngurinn hreyfði við hjartanu og gerði það móttækilegt fyrir orði Guðs. Guðbrandur Þorláksson biskup ritaði í formála fyrir Sálmabókinni 1589: „Þegar þar kemur til samans mjúk málsnilld orðanna og fagurlegt lag og sæt hljóðagrein, þá fær sá söngur nýjan kraft og gengur dýpra til hjartans og hrærir það og uppvekur til Guðs.“ Þessari skoðun Hólabiskupsins hefur Hallgrímur Pétursson vafalaust deilt. Í eiginhandarriti sínu af Passíusálmunum tiltekur hann hvaða lag skuli syngja við hvaða sálm og er alls um að ræða 36 mismunandi lög. Hallgrímur gaf því „lesendum“ sínum, þ.e. þeim sem vildu syngja sálma hans, allar þær upplýsingar sem þurfti til að söngurinn færi fram með réttum hætti. Söngvarnir sem hann orti Passíusálma sína við eru af ýmsum toga, allt frá fornum hymnum úr kaþólskum sið til lútherskra sálmalaga frá 16. öld. Þessi lög varðveittust hér á landi allt fram á fyrri hluta 20. aldar og hefur Smári Ólason tónlistarfræðingur unnið merkar rannsóknir á sögu þeirra og flutningsmáta sem vert er að gefa gaum.Passíusálmasöngur árið 2020? Metnaðarfullar kirkjusóknir og útvarpsfólk mega gjarnan hrófla við þeirri hefð sem skapast hefur hér á landi undanfarna áratugi en sem á ekkert skylt við ætlun Hallgríms Péturssonar. Á lönguföstu 2020 væri tilvalið að láta upprunalegu lögin við Passíusálmana hljóma á ný í kirkjum landsins og ekki síður fyrir Ríkisútvarpið að breyta út af gömlum vana og láta syngja sálmana í stað þess að lesa þá. Helst ætti auðvitað að syngja sálmana einradda án undirleiks, eins og tíðkaðist hér á landi á 17. öld. Til allrar hamingju er hér enginn hörgull á færum söngvurum. Leikarar landsins þurfa varla að kvíða verkefnaskorti þótt brugðið verði á það ráð að leyfa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar að hljóma eins og hann sjálfur hugsaði sér þá – sungna en ekki lesna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar