Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2019 11:21 Greta Thunberg. Vísir/Getty Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála. Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála.
Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira