3. orkupakki ESB, kvótinn og umræðan Grétar Mar Jónsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Frjálslyndi flokkurinn mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforkumarkaði ESB. Ísland, eyja í Norðurhöfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðarinnar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahagsmuna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórnvalda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með tilheyrandi hruni sjávarbyggða í landinu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjárfesta, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu landinu. Því sem sérhagsmunaöflum tókst með kvótakerfinu ætla núverandi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávarbyggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvótaflokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillögur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI.is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orkupakkann. Íslenskt fræðimannasamfélag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétttrúnaðurinn býður hnekki. Verkalýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakkanum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforkumarkaði ESB. Ísland, eyja í Norðurhöfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðarinnar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahagsmuna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórnvalda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með tilheyrandi hruni sjávarbyggða í landinu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjárfesta, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu landinu. Því sem sérhagsmunaöflum tókst með kvótakerfinu ætla núverandi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávarbyggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvótaflokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillögur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI.is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orkupakkann. Íslenskt fræðimannasamfélag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétttrúnaðurinn býður hnekki. Verkalýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakkanum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar