Best fyrir börnin - greinin í heild sinni Sigríður Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði flúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða. Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði flúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða. Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar