Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Haraldur Benediktsson skrifar 18. apríl 2019 08:15 Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. Um þetta er fjallað með skýrum hætti í EES-samningnum sjálfum. Þrátt fyrir að þetta sé skýrt er því haldið fram af andstæðingum málsins að Ísland tapi forræði yfir orkuauðlindum – og þriðji orkupakkinn fjallar ekki einu sinni um það. Þessar staðhæfingar eru ekki rökstuddar og halda ekki. En til að draga úr áhyggjum efasemdafólks gáfu framkvæmdastjóri orkumála hjá framkvæmdastjórn ESB og utanríkisráðherra Íslands út sameiginlega yfirlýsingu í mars sl. þar sem áréttað er að vegna sérstöðu Íslands sem einangraðs kerfis, hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans hvorki gildi né raunhæfa þýðingu hérlendis. Þá hafa nokkrir af færustu sérfræðingum landsins á þessu sviði fjallað um þetta og staðfest þennan skilning. Nú eru liðin 16 ár síðan íslenski orkumarkaðurinn var markaðsvæddur með upptöku og innleiðingu á fyrsta orkupakkanum. Síðan 1993 hafa grunnreglur EES-samningsins um fjórfrelsið og ríkisstyrki gilt um íslenska raforkumarkaðinn og grunnreglur um samkeppnismál síðan 2003. Því hefur ekki fyrr verið haldið fram að með innleiðingunni höfum við afsalað okkur forræði yfir auðlindinni. Á því verður engin breyting nú. Mikið hefur verið rætt um sæstreng. Ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum. Það er alveg ljóst að hann verður ekki lagður án aðkomu Alþingis og Ísland verður áfram án sæstrengs nema Alþingi ákveði annað. Að halda öðru fram er fjarstæða. Ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði ríkja og falla utan gildissviðs EES-samningsins. Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnsins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Þá verður með þriðja orkupakkanum ekkert ákvörðunarvald gagnvart EFTA-ríkjunum flutt til ACER (stofnunar ESB). Valdheimildir ACER ná að auki ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verður lagður. Það er mikilvægt að við nálgumst umræðuna á yfirvegaðan hátt með staðreyndir að vopni. Nú er málið til meðferðar hjá Alþingi. Þar verður málið skoðað heildstætt og farið yfir öll rök í því. Ef allir gera það hef ég góða sannfæringu fyrir því að áhyggjur einstakra manna af því að við töpum yfirráðum yfir orkuauðlindum séu óþarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haraldur Benediktsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Sjá meira
Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. Um þetta er fjallað með skýrum hætti í EES-samningnum sjálfum. Þrátt fyrir að þetta sé skýrt er því haldið fram af andstæðingum málsins að Ísland tapi forræði yfir orkuauðlindum – og þriðji orkupakkinn fjallar ekki einu sinni um það. Þessar staðhæfingar eru ekki rökstuddar og halda ekki. En til að draga úr áhyggjum efasemdafólks gáfu framkvæmdastjóri orkumála hjá framkvæmdastjórn ESB og utanríkisráðherra Íslands út sameiginlega yfirlýsingu í mars sl. þar sem áréttað er að vegna sérstöðu Íslands sem einangraðs kerfis, hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans hvorki gildi né raunhæfa þýðingu hérlendis. Þá hafa nokkrir af færustu sérfræðingum landsins á þessu sviði fjallað um þetta og staðfest þennan skilning. Nú eru liðin 16 ár síðan íslenski orkumarkaðurinn var markaðsvæddur með upptöku og innleiðingu á fyrsta orkupakkanum. Síðan 1993 hafa grunnreglur EES-samningsins um fjórfrelsið og ríkisstyrki gilt um íslenska raforkumarkaðinn og grunnreglur um samkeppnismál síðan 2003. Því hefur ekki fyrr verið haldið fram að með innleiðingunni höfum við afsalað okkur forræði yfir auðlindinni. Á því verður engin breyting nú. Mikið hefur verið rætt um sæstreng. Ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum. Það er alveg ljóst að hann verður ekki lagður án aðkomu Alþingis og Ísland verður áfram án sæstrengs nema Alþingi ákveði annað. Að halda öðru fram er fjarstæða. Ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði ríkja og falla utan gildissviðs EES-samningsins. Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnsins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Þá verður með þriðja orkupakkanum ekkert ákvörðunarvald gagnvart EFTA-ríkjunum flutt til ACER (stofnunar ESB). Valdheimildir ACER ná að auki ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verður lagður. Það er mikilvægt að við nálgumst umræðuna á yfirvegaðan hátt með staðreyndir að vopni. Nú er málið til meðferðar hjá Alþingi. Þar verður málið skoðað heildstætt og farið yfir öll rök í því. Ef allir gera það hef ég góða sannfæringu fyrir því að áhyggjur einstakra manna af því að við töpum yfirráðum yfir orkuauðlindum séu óþarfar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun