When in Iceland María Kristjánsdóttir skrifar 3. apríl 2019 07:00 Nýlega féll áhugaverður úrskurður Einkaleyfastofunnar í máli varðandi vörumerki. Hér á landi, sem og víða annars staðar, er hægt að skrá orðmerki sem vörumerki eða stílfærð merki sem innihalda þá ýmist stílfærð orð og mynd eða einungis mynd. Úrskurður stofnunarinnar endurspeglar meðal annars muninn á þessum tegundum vörumerkja. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2017 fékk félagið Win Iceland ehf. skráð vörumerkið, en eins og sjá má er um að ræða stílfærslu á orðasambandinu WHEN IN ICELAND þannig að það myndar útlínur Íslands. Merkið fékkst skráð fyrir þjónustuna ferðabókanir í flokki 39, en vörumerki eru ávallt skráð í ákveðna vöru- og/eða þjónustuflokka eftir því sem við á hverju sinni. Í janúar 2018 var skráningu vörumerkisins andmælt af fyrirtækinu When in Iceland ehf. Andmælandi hélt því fram að skráning vörumerkisins skapaði ruglingshættu við skráð firmaheiti andmælanda, þ.e. When in Iceland ehf. Til viðbótar taldi andmælandi sig hafa öðlast rétt til orðmerkisins WHEN IN ICELAND á grundvelli notkunar og því væri einnig um ruglingshættu þar að ræða. Rétt er að taka fram að vörumerkjaréttur getur stofnast bæði með skráningu og með notkun hér á landi. Í málinu deildu aðilar um það hvor hefði verið fyrstur til að nota orðasambandið WHEN IN ICELAND í atvinnustarfsemi sinni og lögðu báðir fram gögn til stuðnings fullyrðingum sínum. Eitt af grundvallarskilyrðum þess að unnt sé að skrá vörumerki er að merkið uppfylli skilyrði um sérkenni og aðgreiningarhæfi, eða sé með öðrum orðum ekki lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem því er ætlað að auðkenna. Með hliðsjón af þessum skilyrðum komst Einkaleyfastofan að þeirri niðurstöðu að orðmerkið WHEN IN ICELAND skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir þá þjónustu sem því var ætlað að vera notað fyrir í þessum tilvikum, þ.e. ferðaþjónustu og ýmislegt henni tengt. Þannig benti stofnunin meðal annars á að þýðing orðasambandsins á íslensku gæti verið „þegar á Íslandi“ og vísað til þess sem hægt væri að gera þegar landið væri sótt heim. Því hefði hvorugur aðili öðlast vörumerkjarétt til orðmerkisins WHEN IN ICELAND. Í gögnum málsins mátti sjá að andmælandi hafði að einhverju marki notað orðasambandið WHEN IN ICELAND í útfærslunni sem sést hér til hliðar. Einkaleyfastofan vísaði til þess að aðilar væru að nota sína útfærsluna hvor af orðasambandinu WHEN IN ICELAND og að um ólíkar útfærslur væri að ræða. Þar sem hvorugur aðila hafði sýnt fram á áunnið sérkenni eða betri rétt á grundvelli notkunar til orðanna í merkinu væri ekki þörf á að taka frekari afstöðu til ruglingshættu á milli þeirra merkja sem væru í notkun hjá aðilum. Með vísan til þess að Einkaleyfastofan hefði komist að þeirri niðurstöðu að orðasambandið WHEN IN ICELAND skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir þá þjónustu sem um ræddi, vísaði stofnunin málatilbúnaði andmælanda vegna firmaheitisins einnig á bug. Vörumerkið er því í fullu gildi, þrátt fyrir andmælin. Af vörumerkjaskrá Einkaleyfastofunnar má hins vegar sjá að When in Iceland ehf. hefur sótt um skráningu á vörumerkinu, og verður áhugavert að fylgjast með því hvort merkið verður samþykkt til skráningar. Grundvallarlærdómur úrskurðarins er að aðilar sem kjósa að nota í atvinnustarfsemi sinni orð eða orðasambönd sem ekki eru talin uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til þess að auðkenni njóti verndar sem vörumerki, þ.e. skilyrði um sérkenni og aðgreiningarhæfi, verða að þola það að öðrum aðilum í sambærilegri starfsemi er að fullu heimilt að nota sömu orð eða orðasambönd í hvaða útfærslu sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega féll áhugaverður úrskurður Einkaleyfastofunnar í máli varðandi vörumerki. Hér á landi, sem og víða annars staðar, er hægt að skrá orðmerki sem vörumerki eða stílfærð merki sem innihalda þá ýmist stílfærð orð og mynd eða einungis mynd. Úrskurður stofnunarinnar endurspeglar meðal annars muninn á þessum tegundum vörumerkja. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2017 fékk félagið Win Iceland ehf. skráð vörumerkið, en eins og sjá má er um að ræða stílfærslu á orðasambandinu WHEN IN ICELAND þannig að það myndar útlínur Íslands. Merkið fékkst skráð fyrir þjónustuna ferðabókanir í flokki 39, en vörumerki eru ávallt skráð í ákveðna vöru- og/eða þjónustuflokka eftir því sem við á hverju sinni. Í janúar 2018 var skráningu vörumerkisins andmælt af fyrirtækinu When in Iceland ehf. Andmælandi hélt því fram að skráning vörumerkisins skapaði ruglingshættu við skráð firmaheiti andmælanda, þ.e. When in Iceland ehf. Til viðbótar taldi andmælandi sig hafa öðlast rétt til orðmerkisins WHEN IN ICELAND á grundvelli notkunar og því væri einnig um ruglingshættu þar að ræða. Rétt er að taka fram að vörumerkjaréttur getur stofnast bæði með skráningu og með notkun hér á landi. Í málinu deildu aðilar um það hvor hefði verið fyrstur til að nota orðasambandið WHEN IN ICELAND í atvinnustarfsemi sinni og lögðu báðir fram gögn til stuðnings fullyrðingum sínum. Eitt af grundvallarskilyrðum þess að unnt sé að skrá vörumerki er að merkið uppfylli skilyrði um sérkenni og aðgreiningarhæfi, eða sé með öðrum orðum ekki lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem því er ætlað að auðkenna. Með hliðsjón af þessum skilyrðum komst Einkaleyfastofan að þeirri niðurstöðu að orðmerkið WHEN IN ICELAND skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir þá þjónustu sem því var ætlað að vera notað fyrir í þessum tilvikum, þ.e. ferðaþjónustu og ýmislegt henni tengt. Þannig benti stofnunin meðal annars á að þýðing orðasambandsins á íslensku gæti verið „þegar á Íslandi“ og vísað til þess sem hægt væri að gera þegar landið væri sótt heim. Því hefði hvorugur aðili öðlast vörumerkjarétt til orðmerkisins WHEN IN ICELAND. Í gögnum málsins mátti sjá að andmælandi hafði að einhverju marki notað orðasambandið WHEN IN ICELAND í útfærslunni sem sést hér til hliðar. Einkaleyfastofan vísaði til þess að aðilar væru að nota sína útfærsluna hvor af orðasambandinu WHEN IN ICELAND og að um ólíkar útfærslur væri að ræða. Þar sem hvorugur aðila hafði sýnt fram á áunnið sérkenni eða betri rétt á grundvelli notkunar til orðanna í merkinu væri ekki þörf á að taka frekari afstöðu til ruglingshættu á milli þeirra merkja sem væru í notkun hjá aðilum. Með vísan til þess að Einkaleyfastofan hefði komist að þeirri niðurstöðu að orðasambandið WHEN IN ICELAND skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir þá þjónustu sem um ræddi, vísaði stofnunin málatilbúnaði andmælanda vegna firmaheitisins einnig á bug. Vörumerkið er því í fullu gildi, þrátt fyrir andmælin. Af vörumerkjaskrá Einkaleyfastofunnar má hins vegar sjá að When in Iceland ehf. hefur sótt um skráningu á vörumerkinu, og verður áhugavert að fylgjast með því hvort merkið verður samþykkt til skráningar. Grundvallarlærdómur úrskurðarins er að aðilar sem kjósa að nota í atvinnustarfsemi sinni orð eða orðasambönd sem ekki eru talin uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til þess að auðkenni njóti verndar sem vörumerki, þ.e. skilyrði um sérkenni og aðgreiningarhæfi, verða að þola það að öðrum aðilum í sambærilegri starfsemi er að fullu heimilt að nota sömu orð eða orðasambönd í hvaða útfærslu sem er.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar