Forréttindakrónan og hin Hanna Katrín Friðriksson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ekki nóg með að við búum hér við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims heldur er íslensku krónunni í reynd skipt í tvennt. Annars vegar er það sú verðtryggða, það er forréttindakrónan. Verðtryggingin sem þessi króna nýtur veldur því að hún heldur verðgildi sínu hvað sem á gengur. Hin krónan, sú sem við fáum launin okkar greidd í, er ekki jafn dugleg að halda verðgildi sínu enda gengur ýmislegt á í lífi örgjaldmiðils í sveiflukenndu hagkerfi. Það eru í sjálfu sér ekkert annað en lágmarkskröfur sem hægt er að gera til gjaldmiðils í vestrænu nútímahagkerfi að hann haldi almennt verðgildi sínu. En við erum að tala um krónuhagkerfið okkar og í þeim veruleika eru það forréttindi. Verðtryggð forréttindi. Í samanburði við verðtryggðu krónuna er launakrónan óttalegur vesalingur. Það er sú króna sem þorri almennings hefur til að spila með frá degi til dags. Munurinn þarna á milli er bagginn á herðum íslensku þjóðarinnar. Baggi sem felur í sér strit launafólks við að greiða lán í forréttindakrónum með launakrónum. Staðreyndin er nefnilega sú að verðtryggingin bitnar hrikalega á íslenskum almenningi. Stærsti hluti kostnaðarins við íslenskan örgjaldmiðil felst í viðvarandi hærri vöxtum hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Þar að auki lenda íslensk fyrirtæki reglulega í hagsveiflurússíbana sem fer hér í mun stærri sveiflur en þekkist víðast annars staðar. Uppsveiflan er frábær, en svo kemur að skuldadögum. Áreiðanleg áætlanagerð reynist því mörgum erfið þar sem óvissuþátturinn er mjög stór og sveiflurnar miklar. Heimilin taka verðbólguskellinn í gegnum launakrónurnar sínar og útflutningsgreinarnar okkar þurfa að aðlagast óstöðugasta starfsumhverfi í hinum vestræna heimi. Íslenskir neytendur mega svo búa við það að íslenska krónan, báðar útgáfurnar, eru ástæða þess að samhengi launa og kaupmáttar er annað og minna en það ætti að vera. Hverjum er þessi staða sérstakt keppikefli? Af hverju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki nóg með að við búum hér við minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims heldur er íslensku krónunni í reynd skipt í tvennt. Annars vegar er það sú verðtryggða, það er forréttindakrónan. Verðtryggingin sem þessi króna nýtur veldur því að hún heldur verðgildi sínu hvað sem á gengur. Hin krónan, sú sem við fáum launin okkar greidd í, er ekki jafn dugleg að halda verðgildi sínu enda gengur ýmislegt á í lífi örgjaldmiðils í sveiflukenndu hagkerfi. Það eru í sjálfu sér ekkert annað en lágmarkskröfur sem hægt er að gera til gjaldmiðils í vestrænu nútímahagkerfi að hann haldi almennt verðgildi sínu. En við erum að tala um krónuhagkerfið okkar og í þeim veruleika eru það forréttindi. Verðtryggð forréttindi. Í samanburði við verðtryggðu krónuna er launakrónan óttalegur vesalingur. Það er sú króna sem þorri almennings hefur til að spila með frá degi til dags. Munurinn þarna á milli er bagginn á herðum íslensku þjóðarinnar. Baggi sem felur í sér strit launafólks við að greiða lán í forréttindakrónum með launakrónum. Staðreyndin er nefnilega sú að verðtryggingin bitnar hrikalega á íslenskum almenningi. Stærsti hluti kostnaðarins við íslenskan örgjaldmiðil felst í viðvarandi hærri vöxtum hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Þar að auki lenda íslensk fyrirtæki reglulega í hagsveiflurússíbana sem fer hér í mun stærri sveiflur en þekkist víðast annars staðar. Uppsveiflan er frábær, en svo kemur að skuldadögum. Áreiðanleg áætlanagerð reynist því mörgum erfið þar sem óvissuþátturinn er mjög stór og sveiflurnar miklar. Heimilin taka verðbólguskellinn í gegnum launakrónurnar sínar og útflutningsgreinarnar okkar þurfa að aðlagast óstöðugasta starfsumhverfi í hinum vestræna heimi. Íslenskir neytendur mega svo búa við það að íslenska krónan, báðar útgáfurnar, eru ástæða þess að samhengi launa og kaupmáttar er annað og minna en það ætti að vera. Hverjum er þessi staða sérstakt keppikefli? Af hverju?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun