Aukin velsæld á traustum grunni Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2019 07:00 Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórnvöld munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar ekki notið kaupmáttaraukningar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuðinn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í daglegu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikilvægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en samkvæmt greiningum getur húsnæðiskostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Réttarstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í uppbyggingu almennra íbúða. Markviss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka afborganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðiskerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórnvöld munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar ekki notið kaupmáttaraukningar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuðinn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í daglegu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikilvægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en samkvæmt greiningum getur húsnæðiskostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Réttarstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í uppbyggingu almennra íbúða. Markviss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka afborganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðiskerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun