Aukin velsæld á traustum grunni Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2019 07:00 Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórnvöld munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar ekki notið kaupmáttaraukningar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuðinn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í daglegu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikilvægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en samkvæmt greiningum getur húsnæðiskostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Réttarstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í uppbyggingu almennra íbúða. Markviss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka afborganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðiskerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórnvöld munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar ekki notið kaupmáttaraukningar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuðinn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í daglegu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikilvægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en samkvæmt greiningum getur húsnæðiskostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Réttarstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í uppbyggingu almennra íbúða. Markviss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka afborganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðiskerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun