Landsréttur in memoriam? Haukur Logi Karlsson skrifar 3. apríl 2019 00:01 Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar