Flugmaðurinn sem flaug Sala var ekki með næturflugsréttindi Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 14:02 Dauði Sala var knattspyrnuheiminum áfall. Vísir/EPA Fullyrt er að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni sem hrapaði yfir Ermarsundi með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala innanborðs í janúar var ekki með réttindi til að fljúga að nóttu til. Þá er talið að flugmaðurinn hafi verið litblindur. Sala var 28 ára gamall og var á leiðinni til Cardiff frá Nantes í Frakklandi þegar flugvélin hrapaði 21. janúar. Hann og flugmaðurinn, David Ibbotson, fórust með vélinni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ibbotson hafi aðeins haft leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Bresk flugmálayfirvöld vildu ekki tjá sig um frétt þess en rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi sagði að réttindi flugmannsins væru áfram til skoðunar í rannsókn hennar á slysinu. Upplýsingar um réttindi flugmanna eru ekki opinber í Bretlandi en í Bandaríkjunum, þar sem Ibbotson var einnig með réttindi, kemur fram að hann hafi þurft að fljúga með gleraugu vegna nærsýni. Þá var kveðið á um að allar takmarkanir í bresku skírteini hans giltu vestanhafs. Heimildarmaður BBC segir að geta flugmanns til þess að greina grænt ljós frá rauðu væri lykilatriði í að fljúga í myrkri. Ólöglegt sé að fljúga við skilyrði sem sem menn hafi ekki réttindi til. Það geti haft áhrif á tryggingarmál flugvélarinnar. Upphaflega átti Ibbotson að fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Samkvæmt evrópskum flugstjórnarlögum er nótt skilgreind sem tíminn frá hálftíma eftir sólsetur til hálftíma fyrir sólarupprás. Argentína Bretland Emiliano Sala Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30 Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Fullyrt er að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni sem hrapaði yfir Ermarsundi með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala innanborðs í janúar var ekki með réttindi til að fljúga að nóttu til. Þá er talið að flugmaðurinn hafi verið litblindur. Sala var 28 ára gamall og var á leiðinni til Cardiff frá Nantes í Frakklandi þegar flugvélin hrapaði 21. janúar. Hann og flugmaðurinn, David Ibbotson, fórust með vélinni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ibbotson hafi aðeins haft leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Bresk flugmálayfirvöld vildu ekki tjá sig um frétt þess en rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi sagði að réttindi flugmannsins væru áfram til skoðunar í rannsókn hennar á slysinu. Upplýsingar um réttindi flugmanna eru ekki opinber í Bretlandi en í Bandaríkjunum, þar sem Ibbotson var einnig með réttindi, kemur fram að hann hafi þurft að fljúga með gleraugu vegna nærsýni. Þá var kveðið á um að allar takmarkanir í bresku skírteini hans giltu vestanhafs. Heimildarmaður BBC segir að geta flugmanns til þess að greina grænt ljós frá rauðu væri lykilatriði í að fljúga í myrkri. Ólöglegt sé að fljúga við skilyrði sem sem menn hafi ekki réttindi til. Það geti haft áhrif á tryggingarmál flugvélarinnar. Upphaflega átti Ibbotson að fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Samkvæmt evrópskum flugstjórnarlögum er nótt skilgreind sem tíminn frá hálftíma eftir sólsetur til hálftíma fyrir sólarupprás.
Argentína Bretland Emiliano Sala Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30 Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30