Mikilvægt skróp Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. mars 2019 08:00 Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem bent var á að starfsfólk einhverra grunnskóla hefði lagst gegn því að börn og unglingar tækju sér frí frá skólastarfi til að mæta á útifundi þar sem stjórnvöld eru hvött til aðgerða í loftslagsmálum. Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. Það er leitt að slíkt sé tíðkað í skólastofnunum sem eiga einmitt að stuðla að því að auka þroska nemenda og efla sjálfstæði þeirra og sköpunargáfu. Fögur orð í námskrá skipta engu ef reynt er að berja niður sjálfstæði nemenda um leið og þeir sýna í verki að þeir hafa samfélagslega vitund og vilja bregðast við í samræmi við það. Nú blasir við að mannkynið stendur frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum stefna lífi á jörðinni í stórhættu. Lengi má sitja í skólastofum og býsnast yfir þeirri stöðu mála og harma hversu illa sé komið fyrir jörðinni og íbúum hennar. Þá má skipta nemendum í hópa og láta þá ræða sín á milli hvernig eigi að gera heiminn betri og lífvænlegri, en það skilar í sjálfu sér engu, nema þá velmeinandi hugsun. Ekki er ástæða til að gera lítið úr henni en það þarf svo miklu meira til, sem sagt aðgerðir og þær strax. Víða um heim streyma börn og unglingar út úr skólastofunum til að mæta á mótmælafundi og krefjast þess að gripið sé til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Það getur ekki verið neitt rangt við þessa fundi. Samt berast stöðugt fréttir af óánægðum skólayfirvöldum sem segja skróp nemenda ekki réttu leiðina, alls ekki megi riðla mikilvægu skólastarfi og setja starf kennara í uppnám. Þarna er stofnanahugsunin algjör og opinberar það viðhorf að skólinn sé geymsla, þar eigi að koma ungu fólki fyrir og það eigi að sitja stillt og hlýðið og læra samkvæmt námskrá. Ekki er talið æskilegt að þetta unga fólk fái of mikið af hugdettum um að gerast meðvitaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, enda mun það skapa alls kyns vesen fyrir skólayfirvöld. Furðulegt er til þess að hugsa að einhverjir nemendur fái skróp í kladdann fyrir að mæta á fundi og hvetja til þess að heiminum verði bjargað frá þeirri eyðingu sem við honum blasir. Þeir ættu að fá stjörnu í kladdann fyrir að setja umhverfisvernd í forgang. Sennilega er það innbyggt í skólayfirvöld að þau viti betur en hinir ungu nemendur. Þannig er það nú samt ekki og nú ættu hinir fullorðnu að hafa vit á að taka undir með ungmennunum. Í tilkynningu Landssambands íslenskra stúdenta kemur fram að þótt starfsfólk einhverra grunnskóla streitist á móti því að nemendur yfirgefi skólann til að taka þátt í mótmælum þá séu dæmi um að kennarar hafi mætt þangað með nemendur sína. Þar eru kennarar sem skilja mikilvægi þess að rödd æskunnar heyrist í heimi þar sem svo margt þarf að laga. Loftslagsverkfall verður haldið á Austurvelli á morgun, föstudag. Þar ættu kennarar að slást í hópinn með nemendum sínum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun