Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. mars 2019 17:30 Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eru deildarmeistarar og byrja úrslitakeppnina á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla hefst í kvöld í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö efstu lið deildarinnar, Stjarnan og Njarðvík taka á móti Grindavík og ÍR. Það er erfitt að sjá að Grindvíkingum takist að stríða deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan hefur verið eitt heitasta lið landsins undanfarna mánuði og unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum í deildarkeppninni. Einn þessara sigra kom einmitt gegn Grindavík í 21. umferð þar sem Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða í átján stiga sigri Stjörnunnar. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sem kveður liðið að tímabilinu loknu hefur oft náð að kreista fram hið ótrúlegasta úr Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni og á góðum degi getur Grindavík staðið í Stjörnunni en það er erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta að spennandi einvígi. Spennan er heldur meiri fyrir seinna einvíginu sem hefst í kvöld þar sem Njarðvík tekur á móti ÍR. Tvær vikur eru liðnar síðan liðin mættust síðast þegar ÍR vann eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni og svo gott sem komu í veg fyrir deildarmeistaratitil Njarðvíkinga. Njarðvík vann nauman sigur í fyrri leik liðanna þar sem staðan var jöfn fyrir lokaleikhlutann. Vita ÍR-ingar því að þeir geta vel strítt Njarðvíkingum og gott betur en það þrátt fyrir að hér séu að mætast liðin sem enduðu í sjöunda og öðru sæti deildarinnar. Á morgun hefjast svo seinni tvö einvígin á Sauðárkróki og í Keflavík. Gengi Stólanna hefur verið brösugt undanfarna mánuði en Sauðkrækingar sýndu allar sínar bestu hliðar í sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Pressan er á Stólunum fyrir einvígið gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki en Þórsarar fara nokkuð pressulausir inn í úrslitakeppnina eftir að hafa óvænt tekið sjötta sætið í deildinni. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni á heimavelli. Að lokum tekur Keflavík á móti KR annað kvöld. Undanfarin ár hefur úrslitakeppnin verið tími KR-inga og hefur KR titil að verja fimmta árið í röð. Keflavík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni þar sem Michael Craion reyndist gömlu liðsfélögum sínum erfiður en það skyldi enginn afskrifa reynslumikið lið KR sem hefur unnið fjóra leiki í röð og litið betur út undanfarnar vikur. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla hefst í kvöld í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö efstu lið deildarinnar, Stjarnan og Njarðvík taka á móti Grindavík og ÍR. Það er erfitt að sjá að Grindvíkingum takist að stríða deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan hefur verið eitt heitasta lið landsins undanfarna mánuði og unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum í deildarkeppninni. Einn þessara sigra kom einmitt gegn Grindavík í 21. umferð þar sem Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða í átján stiga sigri Stjörnunnar. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sem kveður liðið að tímabilinu loknu hefur oft náð að kreista fram hið ótrúlegasta úr Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni og á góðum degi getur Grindavík staðið í Stjörnunni en það er erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta að spennandi einvígi. Spennan er heldur meiri fyrir seinna einvíginu sem hefst í kvöld þar sem Njarðvík tekur á móti ÍR. Tvær vikur eru liðnar síðan liðin mættust síðast þegar ÍR vann eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni og svo gott sem komu í veg fyrir deildarmeistaratitil Njarðvíkinga. Njarðvík vann nauman sigur í fyrri leik liðanna þar sem staðan var jöfn fyrir lokaleikhlutann. Vita ÍR-ingar því að þeir geta vel strítt Njarðvíkingum og gott betur en það þrátt fyrir að hér séu að mætast liðin sem enduðu í sjöunda og öðru sæti deildarinnar. Á morgun hefjast svo seinni tvö einvígin á Sauðárkróki og í Keflavík. Gengi Stólanna hefur verið brösugt undanfarna mánuði en Sauðkrækingar sýndu allar sínar bestu hliðar í sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Pressan er á Stólunum fyrir einvígið gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki en Þórsarar fara nokkuð pressulausir inn í úrslitakeppnina eftir að hafa óvænt tekið sjötta sætið í deildinni. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni á heimavelli. Að lokum tekur Keflavík á móti KR annað kvöld. Undanfarin ár hefur úrslitakeppnin verið tími KR-inga og hefur KR titil að verja fimmta árið í röð. Keflavík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni þar sem Michael Craion reyndist gömlu liðsfélögum sínum erfiður en það skyldi enginn afskrifa reynslumikið lið KR sem hefur unnið fjóra leiki í röð og litið betur út undanfarnar vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira