Hætta við flug til Halifax og Cleveland Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:33 Icelandair hafði í hyggju að nýta þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur sínar í áætlunarflugi vestur um haf. Icelandair Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. Ástæðuna má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotum. Icelandair greindi stjórnendum Halifax Stanfield og Cleveland Hopkins alþjóðaflugvallanna frá ákvörðun sinni á mánudag. Flugfélagið hafði í hyggju að nýta þrjár 737 MAX-8 þotur sínar í áætlunarflugi til beggja flugvallanna en þau áform hafa farið út um þúfur eftir slysið í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Haft er eftir forstöðumanni Cleveland Hopkins-flugvallarins í erlendum miðlum að ákvörðun Icelandair sé honum mikil vonbrigði. Hann hafi þó ekki miklar áhyggjur, áætlunarflug Icelandair og WOW air til Cleveland á síðustu árum sýni þann mikla áhuga sem hann telur vera á flugi frá Evrópu til Cleveland. WOW greindi frá því um miðjan október síðastliðinn að flugfélagið hefði jafnframt í hyggju að hætta við fyrirhugað áætlunarflug sitt til borgarinnar næsta sumar.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinnFyrrnefndur forstöðumaður gat ekki staðfest í samtali við Cleveland 19 News hvort ákvörðun Icelandair væri varanleg eða aðeins tímabundin í ljósi yfirstandandi kyrrsetningar. Vonir hafa staðið til að Boeing muni kynna langþráða hugbúnaruppfærslu á fundi í höfuðstöðvum sínum í Renton síðar í dag. Þyki hún traustvekjandi vonast forsvarsmenn flugvélaframleiðandans til þess að hægt verði að vinda ofan af víðtæku kyrrsetningunum. Sem fyrr segir hefur Icelandair einnig í hyggju að hætta við áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Halifax í sumar. Það átti að hefjast í maí. Talsmaður Halifax Stanfield-flugvallarins segist eiga í samskiptum við Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög sem bregðast hafi þurft við kyrrsetningunni á Boeing-þotunum, til að átta sig betur á neyðaráætlunum þeirra vegna stöðunnar sem upp sé komin. Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Kanada Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00 Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. Ástæðuna má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotum. Icelandair greindi stjórnendum Halifax Stanfield og Cleveland Hopkins alþjóðaflugvallanna frá ákvörðun sinni á mánudag. Flugfélagið hafði í hyggju að nýta þrjár 737 MAX-8 þotur sínar í áætlunarflugi til beggja flugvallanna en þau áform hafa farið út um þúfur eftir slysið í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Haft er eftir forstöðumanni Cleveland Hopkins-flugvallarins í erlendum miðlum að ákvörðun Icelandair sé honum mikil vonbrigði. Hann hafi þó ekki miklar áhyggjur, áætlunarflug Icelandair og WOW air til Cleveland á síðustu árum sýni þann mikla áhuga sem hann telur vera á flugi frá Evrópu til Cleveland. WOW greindi frá því um miðjan október síðastliðinn að flugfélagið hefði jafnframt í hyggju að hætta við fyrirhugað áætlunarflug sitt til borgarinnar næsta sumar.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinnFyrrnefndur forstöðumaður gat ekki staðfest í samtali við Cleveland 19 News hvort ákvörðun Icelandair væri varanleg eða aðeins tímabundin í ljósi yfirstandandi kyrrsetningar. Vonir hafa staðið til að Boeing muni kynna langþráða hugbúnaruppfærslu á fundi í höfuðstöðvum sínum í Renton síðar í dag. Þyki hún traustvekjandi vonast forsvarsmenn flugvélaframleiðandans til þess að hægt verði að vinda ofan af víðtæku kyrrsetningunum. Sem fyrr segir hefur Icelandair einnig í hyggju að hætta við áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Halifax í sumar. Það átti að hefjast í maí. Talsmaður Halifax Stanfield-flugvallarins segist eiga í samskiptum við Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög sem bregðast hafi þurft við kyrrsetningunni á Boeing-þotunum, til að átta sig betur á neyðaráætlunum þeirra vegna stöðunnar sem upp sé komin.
Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Kanada Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00 Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00
Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30