Á réttri leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. mars 2019 08:15 Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun