Fjárfestar flýja í öryggi af ótta við veika krónu, verðbólgu og lægra fasteignaverð Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 15:18 Áhrifin af falli WOW höfðu fyrirsjáanleg áhrif á markaði í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn greip inn í gengisveikingu krónunnar sem átti sér stað í morgun eftir að fregnir bárust af falli WOW air. Greinendur innan bankakerfisins segja fjárfesta hafa leitað í skjól og að miðað við hreyfingar á markaði sé búist við veikingu krónunnar, aukinni verðbólgu og jafnvel lækkun fasteignaverðs. Útflutningsfyrirtæki hafi haldið velli á meðan fyrirtæki sem hafi reitt sig á ferðaþjónustu lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir greinilegt af viðskiptum dagsins að fjármunir hafi leitað inn í verðtryggð skuldabréf. Það hafi þó ekki gerst á kostnað óverðtryggðra skuldabréfa því þau hafi haldið sér líka.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir„Áhugi á verðtryggðum skuldabréfum eykst þegar menn hafa áhyggjur af yfirvofandi verðbólgu. Þá er það algengt að maður sjái flótta úr óverðtryggðu skuldabréfunum. Að það skuli ekki gerast bendir til að menn telji meiri verðbólgu á leiðinni en að sama skapi sé Seðlabankinn ekki að fara að hækka stýrivexti og jafnvel lækka þá í samræmi við versnandi efnahagshorfur,“ segir Jón Bjarki.HB Grandi og Marel halda velli Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir fjárfesta hafa slegið fasteignafélög niður á mörkuðum í dag en úr því megi lesa að búist sé við að ferðamönnum fækki, fasteignaverð lækki jafnvel og að nýting gistirýma muni versna. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi og tæknifyrirtækið Marel hafi hins vegar haldið velli í dag og vel það. „Afkoma þessara félaga er algjörlega óháð rekstri Íslands. Marel er bara erlent félag og ætti að hækka ef menn halda að krónan veikist af því þeir eru með erlent sjóðsstreymi. Áhrifin á Granda eru lítil sem engin. Þetta er bara útflutningsfyrirtæki, þar gildir það sama, ef menn halda að krónan veikist ætti Grandi að hækka.“Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/egillSveinn segir að gengi hlutabréfi hafi farið lækkandi undanfarna mánuði og sama gildi um krónuna. Ein evra hafi kostað 120 krónur í haust en í dag kosti hún 137 krónur. „Og menn vissu að WOW yrði í vandræðum og ferðamönnum myndi fækka,“ segir Sveinn.Áhrifin minni en búist var við Hann segir ásókn í verðtryggð skuldabréfa vera flótta í öryggi og menn vilji þannig tryggja sig gegn aukinni verðbólgu vegna veikari krónu. Sveinn segir að hreyfingar á markaði í dag hafi verið eftir bókinni. Hlutabréfamarkaðurinn hafi lækkað og bitnaði mest á félögum sem séu háð ferðaþjónustu. Áhrifin hafi þó verið minni en hann átti von á og þar gæti hafa spilað inn í að fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum var afstýrt. Króna veiktist nokkuð mikið í morgun þegar fregnir bárust af falli WOW air. Ein evra kostaði 136 krónur klukkan níu í morgun en var komin upp í 139 krónur um klukkan tíu. Veikingin gekk nokkuð hratt til baka og var komin niður í 137 krónur um klukkan ellefu og hefur haldið sér þar í dag. Sveinn segir nokkuð augljóst að Seðlabankinn hafi stigið inn á markað til að vinna gegn veikingu krónunnar. Húsnæðismál Íslenska krónan Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Seðlabankinn greip inn í gengisveikingu krónunnar sem átti sér stað í morgun eftir að fregnir bárust af falli WOW air. Greinendur innan bankakerfisins segja fjárfesta hafa leitað í skjól og að miðað við hreyfingar á markaði sé búist við veikingu krónunnar, aukinni verðbólgu og jafnvel lækkun fasteignaverðs. Útflutningsfyrirtæki hafi haldið velli á meðan fyrirtæki sem hafi reitt sig á ferðaþjónustu lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir greinilegt af viðskiptum dagsins að fjármunir hafi leitað inn í verðtryggð skuldabréf. Það hafi þó ekki gerst á kostnað óverðtryggðra skuldabréfa því þau hafi haldið sér líka.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir„Áhugi á verðtryggðum skuldabréfum eykst þegar menn hafa áhyggjur af yfirvofandi verðbólgu. Þá er það algengt að maður sjái flótta úr óverðtryggðu skuldabréfunum. Að það skuli ekki gerast bendir til að menn telji meiri verðbólgu á leiðinni en að sama skapi sé Seðlabankinn ekki að fara að hækka stýrivexti og jafnvel lækka þá í samræmi við versnandi efnahagshorfur,“ segir Jón Bjarki.HB Grandi og Marel halda velli Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir fjárfesta hafa slegið fasteignafélög niður á mörkuðum í dag en úr því megi lesa að búist sé við að ferðamönnum fækki, fasteignaverð lækki jafnvel og að nýting gistirýma muni versna. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi og tæknifyrirtækið Marel hafi hins vegar haldið velli í dag og vel það. „Afkoma þessara félaga er algjörlega óháð rekstri Íslands. Marel er bara erlent félag og ætti að hækka ef menn halda að krónan veikist af því þeir eru með erlent sjóðsstreymi. Áhrifin á Granda eru lítil sem engin. Þetta er bara útflutningsfyrirtæki, þar gildir það sama, ef menn halda að krónan veikist ætti Grandi að hækka.“Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/egillSveinn segir að gengi hlutabréfi hafi farið lækkandi undanfarna mánuði og sama gildi um krónuna. Ein evra hafi kostað 120 krónur í haust en í dag kosti hún 137 krónur. „Og menn vissu að WOW yrði í vandræðum og ferðamönnum myndi fækka,“ segir Sveinn.Áhrifin minni en búist var við Hann segir ásókn í verðtryggð skuldabréfa vera flótta í öryggi og menn vilji þannig tryggja sig gegn aukinni verðbólgu vegna veikari krónu. Sveinn segir að hreyfingar á markaði í dag hafi verið eftir bókinni. Hlutabréfamarkaðurinn hafi lækkað og bitnaði mest á félögum sem séu háð ferðaþjónustu. Áhrifin hafi þó verið minni en hann átti von á og þar gæti hafa spilað inn í að fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum var afstýrt. Króna veiktist nokkuð mikið í morgun þegar fregnir bárust af falli WOW air. Ein evra kostaði 136 krónur klukkan níu í morgun en var komin upp í 139 krónur um klukkan tíu. Veikingin gekk nokkuð hratt til baka og var komin niður í 137 krónur um klukkan ellefu og hefur haldið sér þar í dag. Sveinn segir nokkuð augljóst að Seðlabankinn hafi stigið inn á markað til að vinna gegn veikingu krónunnar.
Húsnæðismál Íslenska krónan Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira