Tillaga um innleiðingu rafíþrótta í starf íþróttafélaga Björn Gíslason skrifar 28. mars 2019 21:51 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags. Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva. En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða? Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs. Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl. Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinar Eftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið. Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins. Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil. Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn. Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Björn Gíslason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags. Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva. En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða? Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs. Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl. Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinar Eftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið. Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins. Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil. Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn. Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun