Líf eftir WOW Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2019 07:00 WOW air fór í gjaldþrot í gær. Niðurstaðan verður að teljast nokkuð fyrirsjáanleg miðað við vendingar síðustu vikna. Auðvitað var vitað að við ramman reip væri að draga. Jafnvel þótt skuldabréfaeigendur hafi breytt kröfum sínum í hlutafé, lá fyrir að nýtt fé þyrfti til að tryggja framtíð félagsins. Ólíklegt var að einhver fengist til að taka þá áhættu á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Bandaríski sjóðurinn Indigo var sá eini sem virtist hafa haft tíma til að skoða bókhald WOW, og því í aðstöðu til að bregðast hratt við. Þegar ljóst var að Indigo væri ekki lengur við borðið, vísuðu sólarmerkin öll í sömu átt. Nú berast fregnir af því að flugvélaleigusalar WOW hafi stöðvað starfsemina að endingu. Varla er hægt að álasa þeim fyrir það, enda vanskil félagsins mikil og saga þeirra orðin nokkuð löng. Hins vegar verður að segjast að stjórnvöld koma ekki sérlega vel út. Svo virðist sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á málinu sem þó snerti á ráðherrum fjármála, ferðamála og samgöngumála. Sama er að segja um Samgöngustofu sem leyfði WOW að halda flugrekstrarleyfi þótt allar vísbendingar væru um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði. Í marga mánuði hefur því verið haldið fram að stjórnvöld séu tilbúin með viðbragðsáætlun ef allt færi á versta veg hjá WOW air. Fyrstu viðbrögð eftir tíðindin sem vöktu okkur í gærmorgun voru þau að áætlunin hefði verið virkjuð, og að nánari upplýsingar kæmu síðar. Svo virðist sem áætlunin felist einkum í því að koma strandaglópum á leiðarenda. Miðað við tilkynninguna á vef WOW virðast stjórnvöld ekki einu sinni hafa haft samráð við flugfélagið um hvernig tilkynning um rekstrarlok skyldi líta út. Eðlilegt er að spyrja í hverju vöktunin og vinnan alla þessa mánuði hafi falist. En hvað sem þeim vangaveltum líður er staðreyndin sú að WOW air hefur flogið sitt síðasta flug. Hjá félaginu störfuðu ríflega þúsund manns sem nú eru í erfiðri stöðu. Til lengri tíma ætti þó hagkerfið að ná jafnvægi. Ísland er enn áhugaverður áfangastaður fyrir ferðafólk, og reynslan, til dæmis af gjaldþroti Air Berlin, sýnir að markaðurinn mun sjá um að anna eftirspurn eftir flugferðum til landsins. Gleymum því ekki að Ísland er um margt í öfundsverðri stöðu. Ríkissjóður er hóflega skuldsettur og hér eru undirstöður allar góðar. Vonandi taka deiluaðilar á vinnumarkaði nú ábyrga afstöðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, og ná saman skjótt og örugglega. Þá væru tvö stærstu óvissumálin í íslensku efnahagslífi frá, og hægt að líta fram á veginn. Það er nefnilega líf eftir WOW. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir WOW Air Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
WOW air fór í gjaldþrot í gær. Niðurstaðan verður að teljast nokkuð fyrirsjáanleg miðað við vendingar síðustu vikna. Auðvitað var vitað að við ramman reip væri að draga. Jafnvel þótt skuldabréfaeigendur hafi breytt kröfum sínum í hlutafé, lá fyrir að nýtt fé þyrfti til að tryggja framtíð félagsins. Ólíklegt var að einhver fengist til að taka þá áhættu á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Bandaríski sjóðurinn Indigo var sá eini sem virtist hafa haft tíma til að skoða bókhald WOW, og því í aðstöðu til að bregðast hratt við. Þegar ljóst var að Indigo væri ekki lengur við borðið, vísuðu sólarmerkin öll í sömu átt. Nú berast fregnir af því að flugvélaleigusalar WOW hafi stöðvað starfsemina að endingu. Varla er hægt að álasa þeim fyrir það, enda vanskil félagsins mikil og saga þeirra orðin nokkuð löng. Hins vegar verður að segjast að stjórnvöld koma ekki sérlega vel út. Svo virðist sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á málinu sem þó snerti á ráðherrum fjármála, ferðamála og samgöngumála. Sama er að segja um Samgöngustofu sem leyfði WOW að halda flugrekstrarleyfi þótt allar vísbendingar væru um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði. Í marga mánuði hefur því verið haldið fram að stjórnvöld séu tilbúin með viðbragðsáætlun ef allt færi á versta veg hjá WOW air. Fyrstu viðbrögð eftir tíðindin sem vöktu okkur í gærmorgun voru þau að áætlunin hefði verið virkjuð, og að nánari upplýsingar kæmu síðar. Svo virðist sem áætlunin felist einkum í því að koma strandaglópum á leiðarenda. Miðað við tilkynninguna á vef WOW virðast stjórnvöld ekki einu sinni hafa haft samráð við flugfélagið um hvernig tilkynning um rekstrarlok skyldi líta út. Eðlilegt er að spyrja í hverju vöktunin og vinnan alla þessa mánuði hafi falist. En hvað sem þeim vangaveltum líður er staðreyndin sú að WOW air hefur flogið sitt síðasta flug. Hjá félaginu störfuðu ríflega þúsund manns sem nú eru í erfiðri stöðu. Til lengri tíma ætti þó hagkerfið að ná jafnvægi. Ísland er enn áhugaverður áfangastaður fyrir ferðafólk, og reynslan, til dæmis af gjaldþroti Air Berlin, sýnir að markaðurinn mun sjá um að anna eftirspurn eftir flugferðum til landsins. Gleymum því ekki að Ísland er um margt í öfundsverðri stöðu. Ríkissjóður er hóflega skuldsettur og hér eru undirstöður allar góðar. Vonandi taka deiluaðilar á vinnumarkaði nú ábyrga afstöðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, og ná saman skjótt og örugglega. Þá væru tvö stærstu óvissumálin í íslensku efnahagslífi frá, og hægt að líta fram á veginn. Það er nefnilega líf eftir WOW.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun