Skúli hafi „brennt peninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2019 08:00 Það var kuldalegt um að litast á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/vilhelm Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00