Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Árni Sæberg skrifar 23. október 2025 16:31 Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár. Vísir/Vilhelm Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent. Í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að sterkur grunnrekstur endurspegli niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum sé í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri. Taka verði tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hafi vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verði lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu. Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta hafi verið 958 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem sé lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar hafi skilað jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa hafi verið 1,0 prósent, óskráðra hlutabréfa 0,2 prósent, ríkisskuldabréfa 2,1 prósent, annarra skuldabréfa 2,1 prósent og safnsins alls 1,7 prósent. Í lok þriðja ársfjórðungs hafi eignasafnið verið 61,2 milljarðar króna. Tjónaþróun hagfelld Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi numið 666 milljónum króna. Þar af hafi hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta numið 2.447 milljónum og samsett hlutfall 90,6 prósent. Þá hafi tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta verið 1.013 milljónir króna. „Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.“ Horfurnar betri Haft er eftir Hermanni að félagið hafi breytt horfum sínum fyrir árið 2025 og afkoma af vátryggingasamningum sé áætluð um 2.500 til 2.700 milljónir króna í stað 1.700 til 2.400 milljóna og samsett hlutfall á bilinu 92 til 93 prósent í stað 93 til 95 prósent áður. Horfur til næstu tólf mánaða séu að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900 til 2.600 milljónir króna og samsett hlutfall 93 til 95 prósent. „Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.“ Sjóvá Uppgjör og ársreikningar Tryggingar Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að sterkur grunnrekstur endurspegli niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum sé í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri. Taka verði tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hafi vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verði lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu. Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta hafi verið 958 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem sé lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar hafi skilað jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa hafi verið 1,0 prósent, óskráðra hlutabréfa 0,2 prósent, ríkisskuldabréfa 2,1 prósent, annarra skuldabréfa 2,1 prósent og safnsins alls 1,7 prósent. Í lok þriðja ársfjórðungs hafi eignasafnið verið 61,2 milljarðar króna. Tjónaþróun hagfelld Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi numið 666 milljónum króna. Þar af hafi hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta numið 2.447 milljónum og samsett hlutfall 90,6 prósent. Þá hafi tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta verið 1.013 milljónir króna. „Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.“ Horfurnar betri Haft er eftir Hermanni að félagið hafi breytt horfum sínum fyrir árið 2025 og afkoma af vátryggingasamningum sé áætluð um 2.500 til 2.700 milljónir króna í stað 1.700 til 2.400 milljóna og samsett hlutfall á bilinu 92 til 93 prósent í stað 93 til 95 prósent áður. Horfur til næstu tólf mánaða séu að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900 til 2.600 milljónir króna og samsett hlutfall 93 til 95 prósent. „Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.“
Sjóvá Uppgjör og ársreikningar Tryggingar Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira