Viðskipti innlent

Mun leiða svið markaðs­mála og þjónustu­upp­lifunar hjá Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Anita Brá Ingvadóttir.
Anita Brá Ingvadóttir. Advania

Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu forstöðu. Starfar hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.

Í tilkynningu segir að Anita Brá hafi verið ráðin forstöðumaður þjónustuupplifunar Advania árið 2023 og hafi síðan leitt markvissa uppbyggingu á þjónustu og þjónustumenningu innan fyrirtækisins. 

„Anita Brá er sálfræðingur að mennt með sérhæfingu í upplifunar- og þjónustuþróun. Hún starfaði áður við sölu- og þjónustustýringu hjá BIOEFFECT og NOVA,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×