Ekki vera fiskur! Ragnar Þór Pétursson skrifar 29. mars 2019 11:00 Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að segja verið: „Ég veit það ekki“ eða „Ekkert eitt!“ Bandaríkjamaðurinn Tom Lehrer er ágætt dæmi um mann sem kaus að verða ekkert eitt. Hann er stærðfræðingur, lagahöfundur, skemmtikraftur, hermaður og háskólakennari. Stundum var hann eitt og stundum annað; stundum blandaði hann þessu öllu saman. Árið 1972 kenndi hann t.d. inngangskúrs í bandarískum háskóla sem hann kallaði „Stærðfræði fyrir tenóra.“ Á Youtube er hægt að hlusta á mörg stórskemmtileg lög sem Lehrer gerði ódauðleg. Meðal þeirra frægustu eru Elements (þar sem hann syngur nöfn efnanna í lotukerfinu) og New Math (þar sem hann gerir grín að ruglandi nýjungagirni í stærðfræðikennslu). Kaldhæðnislegri hlið sinni gerði hann skil í lögum eins og The Old Dope Peddler, þar sem hann sneri út úr þekktu rómantísku lagi og uppskar fyrir vikið bann á miðlum Breska ríkisútvarpsins. Af svipuðum meiði er vorvísan, um hve gaman það sé að rölta um almenningsgarðinn í góða veðrinu og eitra fyrir dúfum, Poisoning Pigeons In The Park. Ættarnafnið Lehrer þýðir kennari. Og vissulega var Tom Lehrer kennari, meira að segja afburðafær kennari. Það sem gerði hann að góðum kennara var samt ekki sú staðreynd að að hann var afkomandi kennara. Lehrer var góður kennari vegna margvíslegra hæfileika sinna og víðtæks áhuga á listum og raungreinum, góðrar og fjölbreyttrar menntunar – og vegna þess gríðarlega hugmyndaflugs og húmors sem einkennir öll hans verk. Góður kennari er nefnilega ekkert eitt. Þeir eru margvíslegir og ólíkir. Sumir eru innrænir en mjög áhugasamir um tiltekin fræðasvið, aðrir eru útrænir og elska að vera innan um fólk; sumir eru framsæknir og elska byltinga- og umbótastarf, aðrir eru íhaldssamir og elska að standa á traustum grunni. Saman mynda kennarar síðan einn stofn þess, sem nú er kallað, skólasamfélag. Með nemendum, foreldrum og öðru starfsfólki menntakerfisins verður til risastórt samfélag sem hannar utan um hverja nýja kynslóð þann ramma sem tryggja á að öll eigum við kost á meira en einu svari við spurningunni um það hvað við viljum verða. Ef þú stendur nú á þessum tímamótum og veist ekki hvað þú vilt verða skora ég á þig að velta því alvarlega fyrir þér að verða kennari. Það kann að vera að það hafi aldrei hvarflað að þér. Það er varla von. Þegar kemur að því að velja sér háskólanám erum við flest búin að vera innan um kennara svo óskaplega lengi að við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Einhvern tíma var sagt: „Við vitum ekki hver það var sem uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Ekki vera fiskur! En hugleiddu það í alvöru. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem maður vex ekki aðeins inn í heldur vaxa með manni. Það veitir tækifæri til ævilangrar starfsþróunar og þótt það byggi á gömlum merg er nýsköpun óvíða meiri en í menntakerfum heimsins um þessar mundir. Samkvæmt spám er kennarastarfið í algjörum sérflokki þeirra starfa sem munu ná að laga sig að breyttum kröfum upplýsingatæknibyltingarinnar. Það eru nánast engar líkur á að kennarar horfi á eftir störfum sínum í faðm gervigreindar og tækni. Það kemur til af því að kennsla reynir á allt svið mannlegra hæfileika og gengur best þegar fjölbreyttur hópur af fólki kemur saman til að móta starfið og skólana. Ef þú vilt slást í hópinn ertu hjartanlega velkomin/n. Við, sem fyrir erum, hlökkum til að vinna með þér.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að segja verið: „Ég veit það ekki“ eða „Ekkert eitt!“ Bandaríkjamaðurinn Tom Lehrer er ágætt dæmi um mann sem kaus að verða ekkert eitt. Hann er stærðfræðingur, lagahöfundur, skemmtikraftur, hermaður og háskólakennari. Stundum var hann eitt og stundum annað; stundum blandaði hann þessu öllu saman. Árið 1972 kenndi hann t.d. inngangskúrs í bandarískum háskóla sem hann kallaði „Stærðfræði fyrir tenóra.“ Á Youtube er hægt að hlusta á mörg stórskemmtileg lög sem Lehrer gerði ódauðleg. Meðal þeirra frægustu eru Elements (þar sem hann syngur nöfn efnanna í lotukerfinu) og New Math (þar sem hann gerir grín að ruglandi nýjungagirni í stærðfræðikennslu). Kaldhæðnislegri hlið sinni gerði hann skil í lögum eins og The Old Dope Peddler, þar sem hann sneri út úr þekktu rómantísku lagi og uppskar fyrir vikið bann á miðlum Breska ríkisútvarpsins. Af svipuðum meiði er vorvísan, um hve gaman það sé að rölta um almenningsgarðinn í góða veðrinu og eitra fyrir dúfum, Poisoning Pigeons In The Park. Ættarnafnið Lehrer þýðir kennari. Og vissulega var Tom Lehrer kennari, meira að segja afburðafær kennari. Það sem gerði hann að góðum kennara var samt ekki sú staðreynd að að hann var afkomandi kennara. Lehrer var góður kennari vegna margvíslegra hæfileika sinna og víðtæks áhuga á listum og raungreinum, góðrar og fjölbreyttrar menntunar – og vegna þess gríðarlega hugmyndaflugs og húmors sem einkennir öll hans verk. Góður kennari er nefnilega ekkert eitt. Þeir eru margvíslegir og ólíkir. Sumir eru innrænir en mjög áhugasamir um tiltekin fræðasvið, aðrir eru útrænir og elska að vera innan um fólk; sumir eru framsæknir og elska byltinga- og umbótastarf, aðrir eru íhaldssamir og elska að standa á traustum grunni. Saman mynda kennarar síðan einn stofn þess, sem nú er kallað, skólasamfélag. Með nemendum, foreldrum og öðru starfsfólki menntakerfisins verður til risastórt samfélag sem hannar utan um hverja nýja kynslóð þann ramma sem tryggja á að öll eigum við kost á meira en einu svari við spurningunni um það hvað við viljum verða. Ef þú stendur nú á þessum tímamótum og veist ekki hvað þú vilt verða skora ég á þig að velta því alvarlega fyrir þér að verða kennari. Það kann að vera að það hafi aldrei hvarflað að þér. Það er varla von. Þegar kemur að því að velja sér háskólanám erum við flest búin að vera innan um kennara svo óskaplega lengi að við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Einhvern tíma var sagt: „Við vitum ekki hver það var sem uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Ekki vera fiskur! En hugleiddu það í alvöru. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem maður vex ekki aðeins inn í heldur vaxa með manni. Það veitir tækifæri til ævilangrar starfsþróunar og þótt það byggi á gömlum merg er nýsköpun óvíða meiri en í menntakerfum heimsins um þessar mundir. Samkvæmt spám er kennarastarfið í algjörum sérflokki þeirra starfa sem munu ná að laga sig að breyttum kröfum upplýsingatæknibyltingarinnar. Það eru nánast engar líkur á að kennarar horfi á eftir störfum sínum í faðm gervigreindar og tækni. Það kemur til af því að kennsla reynir á allt svið mannlegra hæfileika og gengur best þegar fjölbreyttur hópur af fólki kemur saman til að móta starfið og skólana. Ef þú vilt slást í hópinn ertu hjartanlega velkomin/n. Við, sem fyrir erum, hlökkum til að vinna með þér.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar