Nú þarf að blása til sóknar Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2019 16:19 Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar