„Þetta á eftir að reynast okkur dýrt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 12:15 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur það afar ólíklegt að Landsréttardómararnir fjórir, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar, taki aftur þátt í dómsuppkvaðningu í Landsrétti. Þá sé ljóst að málið muni reynast íslenska ríkinu dýrt. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í morgun að skipan dómara í Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við lög. Hæstiréttur fær einnig áminningu Ragnar segir að í dóminum sé tekist á um marga merkilega þætti en með honum sé hart vegið að öllum sem komu að meðferð málsins. „Þarna er réttarríkið undir, aðskilnaður valdþáttanna og meðferð stjórnvalds. Og þarna er vissulega farið hörðum orðum um meðferð þessa máls, bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar eða framkvæmdavaldsins og síðan af hálfu Alþingis sem fór ekki að lögum við þær ákvarðanir sem teknar voru þar í tengslum við skipun dómaranna í Landsrétt. Okkur tókst ekki að halda á þessu máli í samræmi við lög.“Sjá einnig: Sigríður ætlar ekki að segja af sér Ragnar bendir jafnframt á að þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti hafi rétturinn ekki talið rétt að ógilda dóm Landsréttar á þeim grundvelli að hann væri ekki réttilega skipaður að lögum. „Þannig að það má segja að Hæstiréttur fái líka sína áminningu þar með.“ Skaðabætur til æviloka? Inntur eftir því hvort dómur MDE varði aðeins þá fjóra dómara sem skipaðir voru í Landsrétt að tillögu dómsmálaráðherra, eða alla Landsréttardómarana fimmtán telur Ragnar að hið fyrra gildi. Nú eigi eftir að koma í ljós hver sé staða þessara fjögurra dómara og þeirra dóma sem þeir hafa dæmt í Landsrétti. „Það mun reyna á það hugsanlega hvort þeir dómar sem þessir fjórir dómarar hafi tekið þátt í, hvort þeir standist ekki og hvort það verði að flytja þau mál og dæma að nýju. Svo þarf auðvitað að huga að stöðu þessara dómara, hver er staða þeirra að gengnum þessum dómi í Strassborg. Verða þeir, með einhverjum hætti, að víkja og þarf ríkið að borga þeim skaðabætur til æviloka, og svo framvegis. Þetta á eftir að reynast okkur dýrt,“ segir Ragnar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Efast um að dómararnir dæmi aftur í Landsrétti Fordæmi séu fyrir því að mál séu einfaldlega rekin aftur fyrir dómstólum við sambærilegar aðstæður. „Það eru nú fordæmi fyrir því vegna þess að hér fyrir nokkuð mörgum árum þá voru dómarafulltrúar, sem ekki voru taldir hafa nægilegt sjálfstæði sem dómarar, að dæma í málum og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þá dóma bæri að ógilda og þau mál voru bara rekin að nýju og dæmd. Svo var ríkissjóður dæmdur í einhvern kostnað vegna þessara mistaka, eins og gengur.“ Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna dóms MDE en þrír dómarar af þeim fjórum sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögur hæfnisnefndar eru við störf við réttinn. „Ég dreg í efa að þessir fjórir dómarar taki þátt í dómsuppkvaðningum [í Landsrétti] með deginum í dag. Ég tel að það geti ekki komið til álita,“ segir Ragnar.Alveg framvegis?„Já.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur það afar ólíklegt að Landsréttardómararnir fjórir, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar, taki aftur þátt í dómsuppkvaðningu í Landsrétti. Þá sé ljóst að málið muni reynast íslenska ríkinu dýrt. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í morgun að skipan dómara í Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við lög. Hæstiréttur fær einnig áminningu Ragnar segir að í dóminum sé tekist á um marga merkilega þætti en með honum sé hart vegið að öllum sem komu að meðferð málsins. „Þarna er réttarríkið undir, aðskilnaður valdþáttanna og meðferð stjórnvalds. Og þarna er vissulega farið hörðum orðum um meðferð þessa máls, bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar eða framkvæmdavaldsins og síðan af hálfu Alþingis sem fór ekki að lögum við þær ákvarðanir sem teknar voru þar í tengslum við skipun dómaranna í Landsrétt. Okkur tókst ekki að halda á þessu máli í samræmi við lög.“Sjá einnig: Sigríður ætlar ekki að segja af sér Ragnar bendir jafnframt á að þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti hafi rétturinn ekki talið rétt að ógilda dóm Landsréttar á þeim grundvelli að hann væri ekki réttilega skipaður að lögum. „Þannig að það má segja að Hæstiréttur fái líka sína áminningu þar með.“ Skaðabætur til æviloka? Inntur eftir því hvort dómur MDE varði aðeins þá fjóra dómara sem skipaðir voru í Landsrétt að tillögu dómsmálaráðherra, eða alla Landsréttardómarana fimmtán telur Ragnar að hið fyrra gildi. Nú eigi eftir að koma í ljós hver sé staða þessara fjögurra dómara og þeirra dóma sem þeir hafa dæmt í Landsrétti. „Það mun reyna á það hugsanlega hvort þeir dómar sem þessir fjórir dómarar hafi tekið þátt í, hvort þeir standist ekki og hvort það verði að flytja þau mál og dæma að nýju. Svo þarf auðvitað að huga að stöðu þessara dómara, hver er staða þeirra að gengnum þessum dómi í Strassborg. Verða þeir, með einhverjum hætti, að víkja og þarf ríkið að borga þeim skaðabætur til æviloka, og svo framvegis. Þetta á eftir að reynast okkur dýrt,“ segir Ragnar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Efast um að dómararnir dæmi aftur í Landsrétti Fordæmi séu fyrir því að mál séu einfaldlega rekin aftur fyrir dómstólum við sambærilegar aðstæður. „Það eru nú fordæmi fyrir því vegna þess að hér fyrir nokkuð mörgum árum þá voru dómarafulltrúar, sem ekki voru taldir hafa nægilegt sjálfstæði sem dómarar, að dæma í málum og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þá dóma bæri að ógilda og þau mál voru bara rekin að nýju og dæmd. Svo var ríkissjóður dæmdur í einhvern kostnað vegna þessara mistaka, eins og gengur.“ Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna dóms MDE en þrír dómarar af þeim fjórum sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögur hæfnisnefndar eru við störf við réttinn. „Ég dreg í efa að þessir fjórir dómarar taki þátt í dómsuppkvaðningum [í Landsrétti] með deginum í dag. Ég tel að það geti ekki komið til álita,“ segir Ragnar.Alveg framvegis?„Já.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04