Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 14:19 Það kemur í hlut Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að skipa í embætti lögreglustjóra. Vísir/Anton Brink Stefnt er að því að skipað verði í embætti lögreglustjórans á Austurlandi á allra næstu dögum, en þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar í sumar. Staða lögreglustjórans á Austurlandi hefur verið laus síðan í vor eftir að fyrrverandi lögreglustjóri hvarf til annarra starfa, og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðan. Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Austurlandi, var í apríl á þessu ári skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands sem tók til starfa þann 1. maí. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, var þá í framhaldinu tímabundið sett í embætti lögreglustjóra á Austurlandi og hefur hún síðan gegnt hlutverki lögreglustjóra í báðum umdæmum. Þá var Úlfari Lúðvíkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með dómsmálaráðherra um miðjan maí, án þess að þurfa að sækja starfið, gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði boðið og lét svo af störfum sem lögreglustjóri líkt og fjallað var um í fréttum í vor. Þá var Margrét Kristín Pálsdóttir tímabundið sett í stöðu lögreglustjóra á Suðurnsejum, en hún er jafnframt ein þeirra sex umsækjenda um embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum sem gert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra muni skipa í þann 1. desember næstkomandi. Sjá einnig: Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Dómsmálaráðherra auglýsti svo loks embætti lögreglustjórans á Austurlandi laust til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út í júlí þegar greint var frá nöfnum umsækjenda. Þrjár umsóknir bárust um setningu í embættið en umsækjendur eru þeir Hlynur Jónsson, lögmaður, Kristmundur Stefán Einarsson, aðalvarðstjóri og aðstoðarsaksóknari hjá Lögrelunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu í dag er gert ráð fyrir að skipað verði í embættið „á allra næstu dögum.“ Lögreglan Fjarðabyggð Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Austurlandi, var í apríl á þessu ári skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands sem tók til starfa þann 1. maí. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, var þá í framhaldinu tímabundið sett í embætti lögreglustjóra á Austurlandi og hefur hún síðan gegnt hlutverki lögreglustjóra í báðum umdæmum. Þá var Úlfari Lúðvíkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með dómsmálaráðherra um miðjan maí, án þess að þurfa að sækja starfið, gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði boðið og lét svo af störfum sem lögreglustjóri líkt og fjallað var um í fréttum í vor. Þá var Margrét Kristín Pálsdóttir tímabundið sett í stöðu lögreglustjóra á Suðurnsejum, en hún er jafnframt ein þeirra sex umsækjenda um embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum sem gert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra muni skipa í þann 1. desember næstkomandi. Sjá einnig: Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Dómsmálaráðherra auglýsti svo loks embætti lögreglustjórans á Austurlandi laust til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út í júlí þegar greint var frá nöfnum umsækjenda. Þrjár umsóknir bárust um setningu í embættið en umsækjendur eru þeir Hlynur Jónsson, lögmaður, Kristmundur Stefán Einarsson, aðalvarðstjóri og aðstoðarsaksóknari hjá Lögrelunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu í dag er gert ráð fyrir að skipað verði í embættið „á allra næstu dögum.“
Lögreglan Fjarðabyggð Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira