Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2025 20:30 Valkyrja Klemensdóttir, átta ára, stendur hér fyrir framan sýningarskápinn þar sem sylgjunni sem hún fann hefur verið fundinn staður. Hún íhugar að leggja fornleifafræðina fyrir sig þegar hún verður stór. Vísir/Bjarni Átta ára stelpa sem fann ævafornan mun og kom honum í vörslur Þjóðminjasafnsins segist vel geta hugsað sér að verða fornleifafræðingur þegar hún verður stór. Forstöðumaður Minjastofnunar segir hana hafa brugðist hárrétt við fundinum. Hin átta ára Valkyrja Klemensdóttir var að leika sér í fjörunni við Akra á Mýrum í Borgarfirði í sumar, þegar hún sá einkennilegan hlut liggja í polli. „Og fann eitthvað bein með einhverju gati. Ég tók það, því ég safna stundum dýra- og fuglabeinum og eitthvað. Þannig að ég bara tók það,“ segir Valkyrja í samtali við fréttastofu. Valkyrja var á gangi í fjörunni þegar hún gekk fram á muninn í polli. Hún hafi svo haldið heim í hús með beinið, ásamt öðrum hlutum sem hún hafði fundið í fjöruferðinni. „Ég var miklu spenntari fyrir einhverjum kristölum og svo voru allir svo miklu meira spenntir fyrir þessu en ég var spennt fyrir.“ Mjög glöð þegar niðurstaðan lá fyrir Frændi Valkyrju hafi síðan haft samband við Minjastofnun, til að kanna málið betur. Valkyrja segist hafa verið óþolinmóð eftir það. „Út af því að mig langaði svo að vita hvort þetta væri forngripur eða ekki. Svo kom í ljós að þetta var forngripur, og ég var bara mjög glöð.“ Um er að ræða sylgju úr tönn eða beini, sem talin er vera frá 9. eða 10. öld, þótt erfitt sé að segja til um nákvæman aldur. Sylgjan er með útskurði í borróstíl, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi. Valkyrja afhenti Þjóðminjasafninu sylgjuna við hátíðlega athöfn í dag. Sylgjan er nú komin í sýningu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin geta verið frá 9. eða 10. öld, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi.Vísir/Vésteinn „Ég vissi samt ekki að þetta væri svona gamalt. Ég hélt að þetta væri kannski aðeins minna gamalt,“ segir þessi upprennandi fornleifafræðingur. Viðbrögðin fá toppeinkunn Minjastofnunar Valkyrja og fjölskylda brugðust hárrétt við, að sögn forstöðumanns Minjastofnunar. Þau hafi haft samband við minjavörð, merkt fundarstaðinn og tekið ljósmyndir. Fjölskyldan brást hárrétt við með því að merkja fundarstað og taka myndir. Hér sést Valkyrja benda með mikilli nákvæmni á hvar sylgjan lá. „Þetta er bara tíu af tíu. Þau björguðu þessum grip, þessu hefði skolað burt ef þau hefðu ekki tekið hann upp,“ segir Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gæti lagt fræðin fyrir sig Valkyrja skoðar nú hvort fornleifafræði gæti verið spennandi starfsvettvangur þegar fram líða stundir. „Ég bara veit það ekki. Örugglega, mig langar smá að verða fornleifafræðingur þegar ég verð stór.“ Er það ekki ágætis byrjun, að finna fyrsta þegar maður er átta ára? „Jú, bara mjög góð byrjun finnst mér.“ Fornminjar Krakkar Reykjavík Borgarbyggð Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hin átta ára Valkyrja Klemensdóttir var að leika sér í fjörunni við Akra á Mýrum í Borgarfirði í sumar, þegar hún sá einkennilegan hlut liggja í polli. „Og fann eitthvað bein með einhverju gati. Ég tók það, því ég safna stundum dýra- og fuglabeinum og eitthvað. Þannig að ég bara tók það,“ segir Valkyrja í samtali við fréttastofu. Valkyrja var á gangi í fjörunni þegar hún gekk fram á muninn í polli. Hún hafi svo haldið heim í hús með beinið, ásamt öðrum hlutum sem hún hafði fundið í fjöruferðinni. „Ég var miklu spenntari fyrir einhverjum kristölum og svo voru allir svo miklu meira spenntir fyrir þessu en ég var spennt fyrir.“ Mjög glöð þegar niðurstaðan lá fyrir Frændi Valkyrju hafi síðan haft samband við Minjastofnun, til að kanna málið betur. Valkyrja segist hafa verið óþolinmóð eftir það. „Út af því að mig langaði svo að vita hvort þetta væri forngripur eða ekki. Svo kom í ljós að þetta var forngripur, og ég var bara mjög glöð.“ Um er að ræða sylgju úr tönn eða beini, sem talin er vera frá 9. eða 10. öld, þótt erfitt sé að segja til um nákvæman aldur. Sylgjan er með útskurði í borróstíl, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi. Valkyrja afhenti Þjóðminjasafninu sylgjuna við hátíðlega athöfn í dag. Sylgjan er nú komin í sýningu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin geta verið frá 9. eða 10. öld, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi.Vísir/Vésteinn „Ég vissi samt ekki að þetta væri svona gamalt. Ég hélt að þetta væri kannski aðeins minna gamalt,“ segir þessi upprennandi fornleifafræðingur. Viðbrögðin fá toppeinkunn Minjastofnunar Valkyrja og fjölskylda brugðust hárrétt við, að sögn forstöðumanns Minjastofnunar. Þau hafi haft samband við minjavörð, merkt fundarstaðinn og tekið ljósmyndir. Fjölskyldan brást hárrétt við með því að merkja fundarstað og taka myndir. Hér sést Valkyrja benda með mikilli nákvæmni á hvar sylgjan lá. „Þetta er bara tíu af tíu. Þau björguðu þessum grip, þessu hefði skolað burt ef þau hefðu ekki tekið hann upp,“ segir Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gæti lagt fræðin fyrir sig Valkyrja skoðar nú hvort fornleifafræði gæti verið spennandi starfsvettvangur þegar fram líða stundir. „Ég bara veit það ekki. Örugglega, mig langar smá að verða fornleifafræðingur þegar ég verð stór.“ Er það ekki ágætis byrjun, að finna fyrsta þegar maður er átta ára? „Jú, bara mjög góð byrjun finnst mér.“
Fornminjar Krakkar Reykjavík Borgarbyggð Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira