Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2025 20:30 Valkyrja Klemensdóttir, átta ára, stendur hér fyrir framan sýningarskápinn þar sem sylgjunni sem hún fann hefur verið fundinn staður. Hún íhugar að leggja fornleifafræðina fyrir sig þegar hún verður stór. Vísir/Bjarni Átta ára stelpa sem fann ævafornan mun og kom honum í vörslur Þjóðminjasafnsins segist vel geta hugsað sér að verða fornleifafræðingur þegar hún verður stór. Forstöðumaður Minjastofnunar segir hana hafa brugðist hárrétt við fundinum. Hin átta ára Valkyrja Klemensdóttir var að leika sér í fjörunni við Akra á Mýrum í Borgarfirði í sumar, þegar hún sá einkennilegan hlut liggja í polli. „Og fann eitthvað bein með einhverju gati. Ég tók það, því ég safna stundum dýra- og fuglabeinum og eitthvað. Þannig að ég bara tók það,“ segir Valkyrja í samtali við fréttastofu. Valkyrja var á gangi í fjörunni þegar hún gekk fram á muninn í polli. Hún hafi svo haldið heim í hús með beinið, ásamt öðrum hlutum sem hún hafði fundið í fjöruferðinni. „Ég var miklu spenntari fyrir einhverjum kristölum og svo voru allir svo miklu meira spenntir fyrir þessu en ég var spennt fyrir.“ Mjög glöð þegar niðurstaðan lá fyrir Frændi Valkyrju hafi síðan haft samband við Minjastofnun, til að kanna málið betur. Valkyrja segist hafa verið óþolinmóð eftir það. „Út af því að mig langaði svo að vita hvort þetta væri forngripur eða ekki. Svo kom í ljós að þetta var forngripur, og ég var bara mjög glöð.“ Um er að ræða sylgju úr tönn eða beini, sem talin er vera frá 9. eða 10. öld, þótt erfitt sé að segja til um nákvæman aldur. Sylgjan er með útskurði í borróstíl, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi. Valkyrja afhenti Þjóðminjasafninu sylgjuna við hátíðlega athöfn í dag. Sylgjan er nú komin í sýningu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin geta verið frá 9. eða 10. öld, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi.Vísir/Vésteinn „Ég vissi samt ekki að þetta væri svona gamalt. Ég hélt að þetta væri kannski aðeins minna gamalt,“ segir þessi upprennandi fornleifafræðingur. Viðbrögðin fá toppeinkunn Minjastofnunar Valkyrja og fjölskylda brugðust hárrétt við, að sögn forstöðumanns Minjastofnunar. Þau hafi haft samband við minjavörð, merkt fundarstaðinn og tekið ljósmyndir. Fjölskyldan brást hárrétt við með því að merkja fundarstað og taka myndir. Hér sést Valkyrja benda með mikilli nákvæmni á hvar sylgjan lá. „Þetta er bara tíu af tíu. Þau björguðu þessum grip, þessu hefði skolað burt ef þau hefðu ekki tekið hann upp,“ segir Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gæti lagt fræðin fyrir sig Valkyrja skoðar nú hvort fornleifafræði gæti verið spennandi starfsvettvangur þegar fram líða stundir. „Ég bara veit það ekki. Örugglega, mig langar smá að verða fornleifafræðingur þegar ég verð stór.“ Er það ekki ágætis byrjun, að finna fyrsta þegar maður er átta ára? „Jú, bara mjög góð byrjun finnst mér.“ Fornminjar Krakkar Reykjavík Borgarbyggð Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Hin átta ára Valkyrja Klemensdóttir var að leika sér í fjörunni við Akra á Mýrum í Borgarfirði í sumar, þegar hún sá einkennilegan hlut liggja í polli. „Og fann eitthvað bein með einhverju gati. Ég tók það, því ég safna stundum dýra- og fuglabeinum og eitthvað. Þannig að ég bara tók það,“ segir Valkyrja í samtali við fréttastofu. Valkyrja var á gangi í fjörunni þegar hún gekk fram á muninn í polli. Hún hafi svo haldið heim í hús með beinið, ásamt öðrum hlutum sem hún hafði fundið í fjöruferðinni. „Ég var miklu spenntari fyrir einhverjum kristölum og svo voru allir svo miklu meira spenntir fyrir þessu en ég var spennt fyrir.“ Mjög glöð þegar niðurstaðan lá fyrir Frændi Valkyrju hafi síðan haft samband við Minjastofnun, til að kanna málið betur. Valkyrja segist hafa verið óþolinmóð eftir það. „Út af því að mig langaði svo að vita hvort þetta væri forngripur eða ekki. Svo kom í ljós að þetta var forngripur, og ég var bara mjög glöð.“ Um er að ræða sylgju úr tönn eða beini, sem talin er vera frá 9. eða 10. öld, þótt erfitt sé að segja til um nákvæman aldur. Sylgjan er með útskurði í borróstíl, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi. Valkyrja afhenti Þjóðminjasafninu sylgjuna við hátíðlega athöfn í dag. Sylgjan er nú komin í sýningu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin geta verið frá 9. eða 10. öld, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi.Vísir/Vésteinn „Ég vissi samt ekki að þetta væri svona gamalt. Ég hélt að þetta væri kannski aðeins minna gamalt,“ segir þessi upprennandi fornleifafræðingur. Viðbrögðin fá toppeinkunn Minjastofnunar Valkyrja og fjölskylda brugðust hárrétt við, að sögn forstöðumanns Minjastofnunar. Þau hafi haft samband við minjavörð, merkt fundarstaðinn og tekið ljósmyndir. Fjölskyldan brást hárrétt við með því að merkja fundarstað og taka myndir. Hér sést Valkyrja benda með mikilli nákvæmni á hvar sylgjan lá. „Þetta er bara tíu af tíu. Þau björguðu þessum grip, þessu hefði skolað burt ef þau hefðu ekki tekið hann upp,“ segir Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gæti lagt fræðin fyrir sig Valkyrja skoðar nú hvort fornleifafræði gæti verið spennandi starfsvettvangur þegar fram líða stundir. „Ég bara veit það ekki. Örugglega, mig langar smá að verða fornleifafræðingur þegar ég verð stór.“ Er það ekki ágætis byrjun, að finna fyrsta þegar maður er átta ára? „Jú, bara mjög góð byrjun finnst mér.“
Fornminjar Krakkar Reykjavík Borgarbyggð Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira